Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:56 Maria Butina hefur játað að hafa reynt að lauma sér inn í samtök bandarískra hægrimanna. Vísir/AP Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21