Segja ríkisstjórnarflokkana ganga á bak orða sinna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 15:08 Björn Leví Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á fundi nefndarinnar í morgun. vísir/vilhelm Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja að ríkisstjórnarflokkarnir, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi gengið á bak orða sinna hvað varðar samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá flokkunum fjórum en tilefnið eru formannsskipti í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, steig til hliðar sem formaður og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við formennskunni. Í yfirlýsingu flokkanna fjögurra lýsa þeir yfir „miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.“ Þá er rakið að fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur, annars vegar um að Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tæki við embætti formanns, sem Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar bar upp, og hins vegar að Jón tæki við en Bergþór bar upp þá tillögu. „Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja. Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum,“ segir í yfirlýsingunni en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna formannsskipta í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lýsum við yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.Fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur enda ljóst að fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, auk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns VG og Björns Leví Gunnarssonar, áheyrnarfulltrúa Pírata, töldu óásættanlegt að fulltrúi Miðflokksins gengi að trúnaðarstörfum sínum á Alþingi sem vísum eftir framgöngu sína á Klaustri eins og alræmt er. Krafa þeirra um formannaskipti hafði verið borin fram á síðasta fundi nefndarinnar en þá verið vísað frá af meirihlutanum. Fulltrúar minnihlutans höfðu margsinnis lagt til að Miðflokkur tilnefndi einhvern þeirra þriggja þingmanna flokksins sem ekki höfðu tekið þátt í samkomunni á Klaustri. Minnihlutinn hefur einnig ítrekað lagt til að formannsembættið færist til á næsta flokk í stjórnarandstöðunni á meðan Miðflokkurinn leysir ekki úr sínum málum og lögðu því til að fulltrúi Viðreisnar tæki við formennsku fyrir hönd minnihlutans. Fulltrúi Miðflokks kaus hins vegar að leggja til að formennska færi heldur til stjórnarliða sem meirihlutinn samþykkti.Við formannsskiptin lágu fyrir tvær tillögur um embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Fyrri tillagan var borin upp af fulltrúa Samfylkingar, Helgu Völu Helgadóttur, en sú seinni frá fulltrúa Miðflokksins, Bergþóri Ólasyni. Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja.Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum.Samfylking,PíratarViðreisnFlokkur fólksins Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja að ríkisstjórnarflokkarnir, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi gengið á bak orða sinna hvað varðar samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá flokkunum fjórum en tilefnið eru formannsskipti í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun þar sem Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, steig til hliðar sem formaður og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók við formennskunni. Í yfirlýsingu flokkanna fjögurra lýsa þeir yfir „miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.“ Þá er rakið að fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur, annars vegar um að Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, tæki við embætti formanns, sem Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar bar upp, og hins vegar að Jón tæki við en Bergþór bar upp þá tillögu. „Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja. Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum,“ segir í yfirlýsingunni en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna formannsskipta í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lýsum við yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnarflokkarnir VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, hafi stutt tillögu Miðflokksins sem lagði til brot á samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu á formennsku í nefndum.Fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lágu tvær tillögur enda ljóst að fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, auk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns VG og Björns Leví Gunnarssonar, áheyrnarfulltrúa Pírata, töldu óásættanlegt að fulltrúi Miðflokksins gengi að trúnaðarstörfum sínum á Alþingi sem vísum eftir framgöngu sína á Klaustri eins og alræmt er. Krafa þeirra um formannaskipti hafði verið borin fram á síðasta fundi nefndarinnar en þá verið vísað frá af meirihlutanum. Fulltrúar minnihlutans höfðu margsinnis lagt til að Miðflokkur tilnefndi einhvern þeirra þriggja þingmanna flokksins sem ekki höfðu tekið þátt í samkomunni á Klaustri. Minnihlutinn hefur einnig ítrekað lagt til að formannsembættið færist til á næsta flokk í stjórnarandstöðunni á meðan Miðflokkurinn leysir ekki úr sínum málum og lögðu því til að fulltrúi Viðreisnar tæki við formennsku fyrir hönd minnihlutans. Fulltrúi Miðflokks kaus hins vegar að leggja til að formennska færi heldur til stjórnarliða sem meirihlutinn samþykkti.Við formannsskiptin lágu fyrir tvær tillögur um embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Fyrri tillagan var borin upp af fulltrúa Samfylkingar, Helgu Völu Helgadóttur, en sú seinni frá fulltrúa Miðflokksins, Bergþóri Ólasyni. Greidd voru atkvæði um hvert embætti fyrir sig og í öllum tilfellum greiddu fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja, að Rósu Björk Brynjólfsdóttur undanskilinni, atkvæði með tillögu Miðflokksins sem fól í sér að öll embættin færu til stjórnarflokkana þriggja.Afstaða hins nýja meirihluta liggur nú fyrir. Stjórnarflokkarnir nýta sér þær fordæmalausu aðstæður sem uppi eru og varða virðingu Alþingis og störf til að ganga á bak orða sinna varðandi samkomulag við stjórnarandstöðuna um skiptingu formennsku í nefndum.Samfylking,PíratarViðreisnFlokkur fólksins
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55