Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinn Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 10:46 John Dingell í þinghúsinu 2014. AP/Lauren Victoria Burke John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna. Andlát Bandaríkin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár. Dingell lést á heimili sínu og þingkonunnar Debbie Dingell, eiginkonu hans. Hann var fulltrúi Michigan. Dingell var mikill stuðningsmaður almennrar heilbrigðisþjónustu og lagði hann fram frumvarp um slíka heilbrigðisþjónustu á hverju einasta kjörtímabili sem hann sat á þingi. AP fréttaveitan segir faðir hans hafa kynnt hann fyrir þeirri hugmynd en Dingell tók við þingmennsku af honum eftir að hann dó skyndilega. Debbie Dingell var kjörin til að taka við sæti hans eftir að hann settist í helgan stein. Hann var einnig mjög virkur á Twitter og setti inn sína síðustu færslu á miðvikudaginn. Þar sagðist hann hafa gert samkomulag við eiginkonu sína eftir langar viðræður. Það samkomulag fælist í því að hann hvíldi sig og hún fylgdist með Twitter fyrir hann og skrifaði skilaboð hans. „Ég vil þakka ykkur öllum fyrir ótrúlega ljúf orð ykkar og bænir. Þið eruð ekki laus við mig alveg strax,“ sagði Dingell.The Lovely Deborah is insisting I rest and stay off here, but after long negotiations we've worked out a deal where she'll keep up with Twitter for me as I dictate the messages. I want to thank you all for your incredibly kind words and prayers. You're not done with me just yet. — John Dingell (@JohnDingell) February 6, 2019 Dingell vakti mikla athygli í desember þegar hann lagði til að eina leiðin til að auka trú almennings á stjórnmálin á nýjan leik væri meðal annars að fella niður öldungadeilda Bandaríkjaþings og fjármagna kosningar úr ríkissjóði. Í grein sem hann skrifaði í Atlantic sagðist Dingell hafa orðið vitni af ýmsum breytingum hjá bandarísku þjóðinni á löngum ferli sínum. Umfangsmesta breytingin væru þó einnig sú sorglegasta og það væri sífellt minni trú almennings á stjórnmálin og stjórnmálamenn.Hann sagði könnun hafa sýnt fram á að árið 1958 hafi 73 prósent Bandaríkjamanna treyst stjórnmálamönnum til að taka réttar ákvarðanir. Í desember 2017 hafi þetta hlutfall verið komið niður í 18 prósent. Hann sagði margar ástæður fyrir þessari þróun og nefndi stríðið í Víetnam, vinsæl ummæli Ronald Reagan um að ríkið væri ekki að hjálpa fólki, Íraksstríðið og hugarástand Trump-liða. Hann sagði þá „fávita“ sem sæju samsæri í öllum hornum vera „veikasta hlekkinn“ í keðju bandarísks lýðræðis sem spannaði rúmar þrjár aldir. Dingell sagði að til að laga þetta þyrftu allir átján ára Bandaríkjamenn og eldri að verða skráðir kjósendur og koma ætti peningum úr kosningabaráttu. Fjármagna ætti kosningar og kosningabaráttu úr ríkissjóði. „Opinber þjónusta ætti ekki að vera verslunarvara og kjörnir embættismenn ættu ekki að þurfa að leigja sig til hæstbjóðanda til að hljóta embætti og halda því. Ef þú vilt endurbyggja traust á stjórnmálin, fjarlægðu verðmiðann.“ Þá lagði hann til að leggja öldungadeild Bandaríkjaþings niður. Hann sagði þá reglu að hvert ríki, sama hve margir byggju þar, ætti að vera með tvo öldungadeildarþingmenn vera barn síns tíma. Sú regla hefði verið sett á af höfundum stjórnarskrárinnar þegar Bandaríkin voru þrettán og íbúar þeirra voru fjórar milljónir. Nú séu ríkin 50 og þar búi rúmlega 325 milljónir manna. Dingell sagði ekki sanngjarnt að Kalifornía, þar sem nærri því 40 milljónir manna búa, skuli vera með tvo fulltrúa á öldungadeildinni. Þrátt fyrir að þar búi fleiri en í tuttugustu fámennustu ríkjum Bandaríkjanna samanlagt séu þau öll einnig með sína tvo fulltrúa. Hann sagði fámenn ríki hafa allt of mikil áhrif og þetta ójafnvægi hafi leitt til lömunnar í opinberu umhverfi Bandaríkjanna.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira