Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 19:45 Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15