Demókratinn Elizabeth Warren hóf forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2019 19:20 Warren var vel tekið í Lawrence í Massachusetts í dag. EPA/ CJ Gunther Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren greindi í dag opinberlega frá forsetaframboði sínu. Hin 69 ára gamla Warren hefur setið á þingi síðan í ársbyrjun 2013. Warren sækist eftir tilnefningu demókrataflokksins en kosningarnar fara fram í nóvember á næsta ári. CNN greindi frá.Warren greindi frá framboði sínu í ræðu í borginni Lawrence í Massachusetts en Warren situr á þingi fyrir ríkið. Staðsetningin var engin tilviljun en árið 1912 hófust þar verkfallsaðgerðir sem leiddar voru af konum og innflytjendum.Í kuldanum í Lawrence kallaði Warren eftir kerfisbreytingum og fór ófögrum orðum um yfirstétt stjórnmálanna í Bandaríkjunum.Um sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, sagði Warren: „Maðurinn í Hvíta Húsinu er ekki orsök ástandsins, hann er bara versta dæmið um það sem gerst hefur í Bandaríkjunum.“ Warren bætti því við að Trump væri forseti vegna kerfis sem ýtti undir hina efnuðu og þröngvar hinum efnaminni niður í svaðið. Eftir að Trump hverfi á braut geti bandarískt samfélag ekki gleymt því sem hefur gerst.Stuðningur frá Kennedy fjölskyldunni fyrir mikla baráttu Ljóst er að mikil barátta verður um tilnefningu demókrata. Auk Warren hafa öldungadeildarþingmennirnir Kamala Harris og Cory Booker gefið kost á sér, einnig er talið að Bernie Sanders, sem laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2016, og Amy Klobuchar frá Minnesota muni sækjast eftir tilnefningunni. Með Warren í för var fjölskylda hennar og ýmsir áhrifamiklir stuðningsmenn, þar á meðal var þingmaðurinn Joseph P. Kennedy III, barnabarn forsetaframbjóðandans fyrrverandi Robert F. Kennedy sem líkt og bróðir hans John F. Kennedy, forseti, var myrtur á 7. áratug síðustu aldar. Ákvörðun Kennedy um að styðja frekar framboð Warren en mögulegt framboð vinar sín Beto O‘Rourke þykir efla Warren þrátt fyrir erfiða viku fyrir þingkonuna. Eftir umfjöllun Washington Post í vikunni baðst Warren afsökunar á því að hafa skráð kynþátt sinn sem frumbyggja Norður-Ameríku á umsókn sem hún sendi árið 1986. Þingkonan hefur oft talað um frumbyggjaætterni sitt sem margir hafa reynt að véfengja. Þar á meðal Bandaríkjaforseti Donald Trump, sem hefur kallað hana Pocahontas. Ættbálkur Cherokee frumbyggja gagnrýndi Warren í kjölfarið fyrir að hafa gengist undir DNA-rannsókn til að sannreyna staðhæfingu sína.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55 Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02 Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Warren tilkynnir framboð til forseta Þar með er hún fyrst til að tilkynna forsetaframboð, að Donald Trump undanskildum. 31. desember 2018 13:55
Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. 21. janúar 2019 13:02
Booker slæst í leikinn um Hvíta húsið Öldungadeildarþingmaðurinn Cory Booker ætlar að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári. 1. febrúar 2019 12:21