Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2019 13:24 Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. Það sé hægt að koma til móts við lægst launuðu hópanna með öðrum hætti og það verði gert í tengslum við gerð kjarasamninga. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í aðkomu og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við gerð kjarasamninga. Vildi hann meðal annars fá fram afstöðu ríkisstjórnarinnar til hugmynda verkalýðshreyfingarinnar um fjölgun skattþrepa úr tveimur í fjögur, sem Samfylkingin styddi. „Ég er því forvitinn að heyra hvort það sé eining innan ríkisstjórnarinnar um að skoða þessi mál og koma til móts við verkalýðshreyfinguna. Eða hvort viðbrögð hæstvirts fjármálaráðherra í fjölmiðlum séu hið endanlega svar,“ sagði Logi. Þá minnti hann á að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna árið 2016 hefði hleypt illu blóði í marga landsmenn og verkalýðshreyfinguna. „Að lokum langar mig þá að spyrja hvort hann telji koma til greina að frysta laun þingmanna og ráðherra lengur en gert er ráð fyri. Eða hvort hann hafi aðrar leiðir sem kannski gæti orðið sátt um,“ sagði Logi.Stjórnvöld munu koma til móts við lágtekjuhópa Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að vel tækist til við gerð kjarasamninga á almenna og opinbera markaðnum og eins og oft áður væri horft til stjórnvalda. hann teldi þau nú þegar hafa gert ýmislegt til að mæta kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Við höfum í raun með nýju frumvarpi sagt að úrskurður kjararáðs frá 2016 skuli gilda fram á mitt þetta ár. Það er sem næst þriggja ára frysting fyrir alla þá sem heyra undir þann úrskurð,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagðist helst hafa það við tillögur Alþýðusambandsins í skattamálum að athuga að þær ykju jaðarskattana. Það væri hugsanavilla hjá mörgum varðandi uppbyggingu skattkerfisins í heild, sem vildu hátt frítekjumark annars vegar og lága skatta á þá sem kæmu fyrst tekjulega inn í tekjuskattinn hins vegar „En þessi framstilling á málinu gerir það í raun og veru að verkum að við þurfum að hækka skattprósentuna of mikið á millitekjufólkið.“ „Við getum gert breytingar á tekjuskatti þannig að það komi þeim sérstaklega til góða sem eru í lágtekjuhópunum. Við munum gera það og til þess verða okkar tillögur smíðaðar. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið varðandi kjararáðs málin umfram það sem þegar er komið fram. Þetta verður bara að vera matsatriði í heildarsamhengi hlutana,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjaramál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira