Vonar að tillögur um húsnæðismál og breytingar á skattkerfinu greiði fyrir kjarasamningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2019 16:40 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði stöðuna á vinnumarkaði og stöðuna við endurskoðun stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu sinni í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs á fyrsta þingfundi ársins í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar var að á morgun mun átakshópur um húsnæðismál sem hún skipaði fyrir jól kynna tillögur sínar að lausnum á húsnæðisvandanum. Katrín sagði húsnæðismálin vera forgangsmál enda væri ljóst að þörfin fyrir húsnæði væri mikil. „Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þennan vanda og við þurfum að tryggja fullnægjandi framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Þá sagði hún jafnframt að stjórnvöld muni á næstunni kynna tillögur sínar að breytingum á skattkerfinu. „En í tengslum við endurnýjun kjarasamninga fyrir tæpu ári boðaði ríkisstjórnin að þær breytingar sem yrðu gerðar á skattkerfinu myndu miða að því að koma til móts við tekjulægri hópa og tekjulægri millitekjuhópa. Ég bind miklar vonir við það að þær tillögur sem við munum sjá á næstunni, bæði hvað varðar skattkerfið og húsnæðismál, muni greiða fyrir því að lenda kjarasamningum með farsælum hætti á vinnumarkaði,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. 21. janúar 2019 15:54 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, gerði stöðuna á vinnumarkaði og stöðuna við endurskoðun stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu sinni í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs á fyrsta þingfundi ársins í dag. Á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar var að á morgun mun átakshópur um húsnæðismál sem hún skipaði fyrir jól kynna tillögur sínar að lausnum á húsnæðisvandanum. Katrín sagði húsnæðismálin vera forgangsmál enda væri ljóst að þörfin fyrir húsnæði væri mikil. „Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þennan vanda og við þurfum að tryggja fullnægjandi framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Þá sagði hún jafnframt að stjórnvöld muni á næstunni kynna tillögur sínar að breytingum á skattkerfinu. „En í tengslum við endurnýjun kjarasamninga fyrir tæpu ári boðaði ríkisstjórnin að þær breytingar sem yrðu gerðar á skattkerfinu myndu miða að því að koma til móts við tekjulægri hópa og tekjulægri millitekjuhópa. Ég bind miklar vonir við það að þær tillögur sem við munum sjá á næstunni, bæði hvað varðar skattkerfið og húsnæðismál, muni greiða fyrir því að lenda kjarasamningum með farsælum hætti á vinnumarkaði,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. 21. janúar 2019 15:54 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira
Karli Gauta heitt í hamsi við upphaf þingfundar: „Þetta er óboðlegt herra forseti“ Þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem eru óháðir þingmenn utan flokka en voru kjörnir á þing fyrir Flokk fólksins, mótmæltu þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að úthluta þeim ekki ræðutíma í umræðum um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs sem nú fer fram á þingi. 21. janúar 2019 15:54