Hlutabréfamarkaðurinn sem missti af hagsveiflunni Tryggvi Tryggvason skrifar 23. janúar 2019 08:00 Hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands (OMX8GI) hefur lækkað undanfarin þrjú ár. Það er sjaldgæft að hlutabréfamarkaðir lækki yfir svo langt tímabil. Það sem vekur einnig athygli er að það gerist á sama tíma og hagvöxtur hefur verið mikill á Íslandi og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað. Hlutabréfavísitalan hækkaði 50% árið 2015. Einkum var það hækkun á gengi Icelandair sem orsakaði þessa miklu hækkun vísitölunnar. Miklar væntingar voru bundnar við áframhaldandi vöxt skráðra fyrirtækja. Eftir á að hyggja má segja að markaðurinn hafi farið fram úr sér og væntingar verið of miklar. Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta. Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja. Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár. Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta. Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands (OMX8GI) hefur lækkað undanfarin þrjú ár. Það er sjaldgæft að hlutabréfamarkaðir lækki yfir svo langt tímabil. Það sem vekur einnig athygli er að það gerist á sama tíma og hagvöxtur hefur verið mikill á Íslandi og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað. Hlutabréfavísitalan hækkaði 50% árið 2015. Einkum var það hækkun á gengi Icelandair sem orsakaði þessa miklu hækkun vísitölunnar. Miklar væntingar voru bundnar við áframhaldandi vöxt skráðra fyrirtækja. Eftir á að hyggja má segja að markaðurinn hafi farið fram úr sér og væntingar verið of miklar. Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta. Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja. Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár. Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta. Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun