49 sagt upp hjá Novomatic í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 12:58 Skrifstofur Novomatic Lottery Solutions (Iceland) eru við Holtasmára 1 í Kópavogi. Vísir/Sigtryggur Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári. Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sé óþarfi að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions fækkaði í dag stöðugildum sínum á Íslandi og í Serbíu vegna „endurskipulagningar í rekstri samsteypunnar“, að því er fram kemur í tilkynningu frá Novomatic. 49 starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp á Íslandi í þessum aðgerðum en greint var frá því um helgina að starfsemi fyrirtækisins á Íslandi yrði lögð niður fyrir árslok 2019. Móðurfélag Novomatic hyggst þó stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi. „Þessi endurskipulagning er hluti af áframhaldandi endurmótun stefnu NLS samsteypunnar og er ekki endurspeglun á hæfileikum þeirra starfsmanna sem sagt var upp. Þeir einstaklingar sem fóru frá okkur í dag eru allir hæfir og mikilsmetnir starfsmenn NLS,“ segir í tilkynningu Novomatic. Þá muni stjórnendur fyrirtækisins gera allt sem í þeirra valdi stendur til finna starfsfólkinu ný hlutverk. Nokkrum starfsmönnum sem sagt var upp verður þannig boðið að halda áfram störfum til ársloka og þá hyggur móðurfélag fyrirtækisins á stofnun tækniseturs á Íslandi, þó ekki komi fram í tilkynningu hvenær það verður. „Á Íslandi felur þessi hjálp í sér: að bjóða nokkrum einstaklingum áframhaldandi vinnu hjá NLS á Íslandi til loka 2019, að bjóða öðrum upp á ný tækifæri innan móðurfélags NLS (NOVOMATIC) sem hyggst stofna sitt eigið tæknisetur á Íslandi, og fyrir aðra starfsmenn var TeqHire með tvo ráðgjafa á staðnum sem tóku viðtöl og veittu ráðgjöf.“ Eins og áður segir var greint frá því um helgina að starfsemi Novomatic á Íslandi yrði lögð niður fyrir lok árs. Saga fyrirtækisins er á þá leið að íslenska fyrirtækið Betware var árið 2013 selt austurríska fyrirtækinu Novomatic. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Þá var átján starfsmönnum fyrirtækisins á Íslandi sagt upp störfum í apríl á síðasta ári.
Kjaramál Tækni Vistaskipti Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00 Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24 Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Sé óþarfi að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Hópuppsagnir hjá Novomatic Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013. 26. apríl 2018 06:00
Starfsemi Novomatic á Íslandi lögð niður Austurríska fyrirtækið Novomatic hefur ákveðið að leggja niður störf fyrirtækisins hér á landi sem byggðist á stoðum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware. 20. janúar 2019 15:24