Segir lífskjör stórra hópa geta batnað verði húsnæðistillögur að veruleika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2019 13:09 Aldísi Hafsteinsdóttur formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga líst vel á tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að stjórn sambandsins lýsi yfir ánægju með tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum. Mörg sveitarfélög hafi nú þegar sótt eftir stofnframlögum til uppbyggingar á leiguhúsnæði. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í gær. Þar kom fram að bæta þarf í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er ánægð með tillögurnar. „Ég held ég geti sagt að mér lítist mjög vel á þessar tillögur þær eru mjög metnaðarfullar. Þetta eru 40 tillögur sem taka á mjög mikilvægum þáttum. Ef að eftirfylgnin tekst eins og við vonumst öll til þá á þetta að verða til þess að bæta mjög lífskjör stórra hópa,“ segir Aldís. Meðal tillagna átakshópsins er að ríki og sveitarfélög ræði saman um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins og stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar um uppbyggingu húsnæðis til að lækka fjármagnskostnað. Aldís segir að mörg sveitarfélög séu þegar farin af stað. „Það eru mjög mörg sveitarfélög að íhuga og jafnvel sækja um stofnframlög til almennra leiguíbúða. Það sem vantar kannski þar eru meiri framlög í stofnframlögin því margir bíða eftir afgreiðslu umsóknum. En það er ekki spurning það eru fjölmörg sveitarfélög að horfa til þess að geta byggt upp leiguhúsnæði með þessum hætti,“. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hittist á föstudag og býst Aldís við að vel verði vel í tillögurnar. „Það er stjórnarfundur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn og þar munum við ræða þessar tillögur. Ég á ekki von á öðru en að sveitarfélögin eins og aðrir sem hafa komið að þessari viðamiklu vinnu eigi eftir að lýsa yfir ánægju sinni í heild með þetta,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira