Kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti aftur til vinnu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira