Sér mest eftir því að hafa ekki látið Lilju vita Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. janúar 2019 15:56 Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins segir að hann sjái einna mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vita af því að hann hygðist snúa aftur á Alþingi í dag. Hann vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun.Sjá einnig: „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Fréttastofa náði tali af Gunnari Braga í Alþingishúsinu síðdegis en hann og samflokksmaður hans, Bergþór Ólason, sneru báðir aftur á þing í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Lilju Alfreðsdóttur og Ingu Sæland.Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi í dag var þungt. Inntur eftir því hvort það hafi ekki verið óþægilegt að sitja á Alþingi við slíkar aðstæður segir Gunnar Bragi að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þungt sé yfir mönnum á þingi. „Andrúmsloftið hefur oft verið erfitt á þingi síðan ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er lágskýjað á Alþingi. Við hins vegar þurfum að vinna hér að ákveðnum málum, það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa okkur yfir það hvað okkur finnst um hvort annað. Ég get örugglega sagt það að það eru ekki allir þingmenn sem ég er sérstaklega hrifinn af hér, andstæðingar mínir, en ég ætla samt að vinna með þeim því það er okkar skylda.“Á milli þeirra Lilju Lilja gekk tvisvar upp að Gunnari Braga á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við hann en sjálf segist Lilja hafa lýst þar yfir óánægju sinni með framkomu hans í sinn garð á Klaustri. Sjálfur vill Gunnar Bragi ekki tjá sig um það sem þeim fór á milli á þingfundinum. „Það er nú bara á milli okkar Lilju.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun.Inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegt að gefa fórnarlömbum í Klaustursmálinu fyrirvara á komu þeirra Bergþórs segir Gunnar Bragi að fórnarlömbin í málinu séu úr báðum fylkingum. Hann sjái þó aðallega eftir því að hafa ekki látið Lilju vita að hann hygðist snúa aftur á þing í dag. „Ja, hver eru fórnarlömbin? Þau eru náttúrulega þeir sem við særðum en þau eru líka þeir sem teknir voru upp með ólöglegum hætti á þessum bar þarna. Ég skil ágætlega að þeir sem þarna var talað um hafi verið pínu brugðið en á sama tíma má segja: áttum við að láta alla vita, áttum við að velja einn úr eða eitthvað slíkt?“ segir Gunnar Bragi. „Ég sé kannski mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur vita því við erum ágætir vinir, vorum ágætir vinir, og verðum það vonandi áfram, og kunningjar þrátt fyrir þetta.“Fór í marga sálfræðitíma Þá segist Gunnar Bragi hafa litið inn á við í leyfinu og unnið í sínum málum, m.a. með hjálp sálfræðings. „Þegar maður sér sjálfan sig í þessum aðstæðum sem þarna voru, talandi með þessum hætti, enn og aftur bið ég fólk fyrirgefningar á því sem þarna var sagt. Eðlilega horfir maður inn á við og segir: hvað gekk þarna á? Því hvorki ég né fjölskylda eða vinir höfum í rauninni séð þennan mann sem þarna birtist. Þannig að mér fannst rétt að hitta sálfræðing og er búinn að fara í nokkuð marga tíma til að komast að því hvað þarna gekk á,“ segir Gunnar Bragi. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að tala við þann ágæta mann, svona og sjá hvernig þessu fram vindur, en það er nauðsynlegt fyrir okkur sem verðum fyrir áfalli að leita okkur aðstoðar og vera ekki feimin við það.“Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. 24. janúar 2019 15:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins segir að hann sjái einna mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vita af því að hann hygðist snúa aftur á Alþingi í dag. Hann vill ekki gefa upp hvað honum og Lilju fór á milli á þingfundi í morgun.Sjá einnig: „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Fréttastofa náði tali af Gunnari Braga í Alþingishúsinu síðdegis en hann og samflokksmaður hans, Bergþór Ólason, sneru báðir aftur á þing í dag eftir launalaust leyfi sem þeir tóku sér í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Lilju Alfreðsdóttur og Ingu Sæland.Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi í dag var þungt. Inntur eftir því hvort það hafi ekki verið óþægilegt að sitja á Alþingi við slíkar aðstæður segir Gunnar Bragi að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þungt sé yfir mönnum á þingi. „Andrúmsloftið hefur oft verið erfitt á þingi síðan ég byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem er lágskýjað á Alþingi. Við hins vegar þurfum að vinna hér að ákveðnum málum, það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa okkur yfir það hvað okkur finnst um hvort annað. Ég get örugglega sagt það að það eru ekki allir þingmenn sem ég er sérstaklega hrifinn af hér, andstæðingar mínir, en ég ætla samt að vinna með þeim því það er okkar skylda.“Á milli þeirra Lilju Lilja gekk tvisvar upp að Gunnari Braga á þingfundi í morgun og hafði sitthvað að segja við hann en sjálf segist Lilja hafa lýst þar yfir óánægju sinni með framkomu hans í sinn garð á Klaustri. Sjálfur vill Gunnar Bragi ekki tjá sig um það sem þeim fór á milli á þingfundinum. „Það er nú bara á milli okkar Lilju.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfndinum í morgun.Inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegt að gefa fórnarlömbum í Klaustursmálinu fyrirvara á komu þeirra Bergþórs segir Gunnar Bragi að fórnarlömbin í málinu séu úr báðum fylkingum. Hann sjái þó aðallega eftir því að hafa ekki látið Lilju vita að hann hygðist snúa aftur á þing í dag. „Ja, hver eru fórnarlömbin? Þau eru náttúrulega þeir sem við særðum en þau eru líka þeir sem teknir voru upp með ólöglegum hætti á þessum bar þarna. Ég skil ágætlega að þeir sem þarna var talað um hafi verið pínu brugðið en á sama tíma má segja: áttum við að láta alla vita, áttum við að velja einn úr eða eitthvað slíkt?“ segir Gunnar Bragi. „Ég sé kannski mest eftir því að hafa ekki látið Lilju Alfreðsdóttur vita því við erum ágætir vinir, vorum ágætir vinir, og verðum það vonandi áfram, og kunningjar þrátt fyrir þetta.“Fór í marga sálfræðitíma Þá segist Gunnar Bragi hafa litið inn á við í leyfinu og unnið í sínum málum, m.a. með hjálp sálfræðings. „Þegar maður sér sjálfan sig í þessum aðstæðum sem þarna voru, talandi með þessum hætti, enn og aftur bið ég fólk fyrirgefningar á því sem þarna var sagt. Eðlilega horfir maður inn á við og segir: hvað gekk þarna á? Því hvorki ég né fjölskylda eða vinir höfum í rauninni séð þennan mann sem þarna birtist. Þannig að mér fannst rétt að hitta sálfræðing og er búinn að fara í nokkuð marga tíma til að komast að því hvað þarna gekk á,“ segir Gunnar Bragi. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að tala við þann ágæta mann, svona og sjá hvernig þessu fram vindur, en það er nauðsynlegt fyrir okkur sem verðum fyrir áfalli að leita okkur aðstoðar og vera ekki feimin við það.“Ítarlega verður fjallað um endurkomu þeirra Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á þing og viðbrögð við því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01 Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43 „Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. 24. janúar 2019 15:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Þetta er bara ofbeldi, segir Sara. Þingkona Samfylkingarinnar líkir endurkomunni við fyrirsát. 24. janúar 2019 12:01
Þingflokksformenn funduðu vegna endurkomu Gunnars Braga og Bergþórs Boðað var til þingflokksformannafundar á Alþingi klukkan 13 í dag vegna endurkomu þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins á þing en þeir höfðu verið í ótímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna Klaustursmálsins. 24. janúar 2019 14:43
„Kom manni ekki á óvart að fá kalda öxl frá sumum“ Bergþór Ólason, þingmanni Miðflokksins, segir að sér hafi liðið ágætlega með að koma aftur til starfa á Alþingi í morgun. 24. janúar 2019 15:45