Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 11:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar. Vísir/Vilhelm „Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05