Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 11:54 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll nemur 8,7% Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tæplega milljón færri farþegar komi til með að fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári samanborið við árið í fyrra. Skýringuna má meðal annars finna í minna framboði flugs en undanfarin ár. Forstjóri Isavia segir fækkunina ekki áhyggjuefni. Farþegaspáin um Keflavíkurflugvöll fyrir árið 2019, sem kynnt var í morgun sýnir í fyrsta skipti í áratug samdrátt í fjölda þeirra farþega sem fara um flugvöllinn í ár. Farþegafjöldinn sem fór um völlinn á síðasta ári var 9,8 milljónir farþega en verður ef spár ganga eftir á þessu ári 8,95 milljónir farþega. Heildar samdrátturinn nemur 8,7 prósentum. Árið 2018 var samt sem áður lang stærsta árið í fjölda farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia á fundinum í morgunVísir/VilhelmÓvissa enn fyrir hendi Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segir í samtali við fréttastofu en væri blikur á lofti og óvissa fyrir hendi í farþegaflugi. „Markaðurinn er erfiður, við höfum séð það síðasta árið. Það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera. Það er mikil samkeppni í dag, markaðurinn er þungur, eigum við ekki að segja það þannig,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia að lokinni kynningunni í morgun. Hefur ekki áhrif á tekjur Isavia Björn segir að fækkunin komi til með að hafa áhrif á fjárstreymi Isavia. „Ekki tekjurnar heldur sennilega heldur frekar kostnaðinn. Við höfum lagt í miklar framkvæmdir. Það kostar meira að reka Keflavíkurflugvöll í dag heldur en var áður, en í heildina að þá stöndum við þokkalega vel sem fyrirtæki,“ segir Björn. Í spánni fyrir 2019 er mest fækkunin í skiptifarþegum, en talið er að þeim muni fækka um 18,7% frá fyrra ári. Það skýrist helst af því að áfangastaðir munu að öllum líkindum fækka, sem og tíðni ferða til vissra áfangastaða. Þá hefur sætaframboð flugfélaganna áhrif á tengimöguleikana sem og farþegafjöldann. Þá er spáð fækkun í komu erlendra ferðamanna til landsins og nemur fækkunin 2,4 prósentum. Fari úr rúmum tveimur milljónum og þrjú hundruð þúsund farþegum niður í tvær milljónir og tvö hundruð og sextíu þúsund farþega. „Núna erum við að horfa á eðlilega sveiflu. markaðurinn á Íslandi hefur stækkað rosalega mikið, miklu meira en í öllum öðrum löndum. Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt þótt það verði smá tveggja prósenta niðursveifla á ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Frá kynningunni í morgun þar sem farþegaspá um Keflavíkurflugvöll var kynnt.Vísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08