Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:30 Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Mynd/Samsett Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, segir að hið ósæmilega orðbragð sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins lýsti á fundi nefndarinnar í dag hafi verið tilvitnun annarra nefndarmanna í orð Bergþórs sjálfs á Klaustri. Þá segir Björn Leví að Bergþór hafi verið ástæða þess að hann yfirgaf fundinn áður en honum lauk í morgun.Mikill hitafundur var haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd í dag en Bergþór Ólason, einn þingmannanna sem hafði uppi ósæmileg ummæli á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum, sneri aftur sem formaður nefndarinnar. Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að Bergþór viki úr sæti formanns en henni var vísað frá. Í yfirlýsingu frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem send var út vegna frávísunartillögunnar segir jafnframt að hún hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs.„Helber lygi“ að aðrir nefndarmenn hafi notað jafnslæmt orðbragð og á Klaustri Björn Leví segir í samtali við Vísi að fundur umhverfis- og samgöngunefndar í morgun hafi byrjað á umræðum um það hvort viðeigandi sé að Bergþór mæti og „hlammi sér í formannsstólinn“, líkt og Björn lýsir því. Í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Bergþór að orðbragðið á fundinum hefði verið „engu skárra en það sem kom fram hjá mönnum á Klaustri“. Þá hafi honum komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn létu falla á fundinum.Sjá einnig: Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Björn Leví gefur lítið fyrir þessar lýsingar Bergþórs og segir orðbragðið sem sá síðarnefndi vísar til vera beina tilvitnun í orð hans á Klaustri forðum. „Það var fundur settur og fólk biður um orðið. Það var voðalega kurteist, fólk skiptist á að biðja um orðið og segja sitt. Það var þarna eitt atvik þar sem var vitnað í margfræga Klaustursupptöku og orð Bergþórs þar, sem hann er síðan að nota einhvern veginn þannig að aðrir nefndarmenn hafi farið jafnslæmum orðum á þessum fundi og hann notaði á Klaustursupptökunum. Sem er náttúrulega helber lygi af því að það var verið að vitna í hann til þess að útskýra hversu alvarlegt málið væri,“ segir Björn Leví. „Ástæðan fyrir því er þetta sem þú [Bergþór] sagðir og orðin sem voru sögð. Og að varpa því þannig, eins og einhver nefndarmaður þarna sé að segja eins ömurlegt og hann var að segja, er bara virkilega illa gert.“ Geti ekki sinnt skyldum sínum Þá hefur einnig komið fram að Björn Leví gekk út af fundinum þegar tíu mínútur voru eftir af honum. Á þeim tímapunkti hafði þegar verið borin upp hugmynd um að Bergþór viki úr sæti formanns en tillögunni var vísað frá, eins og áður segir. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar, tók við formennsku á fundinum eftir að frávísunartillagan var samþykkt. „Ég spyr hann [Bergþór] hvort hann ætli að sitja áfram fundinn, hann segir já, að hann ætli að gera það og sinna sínum skyldum hvað það varðar. Þá segi ég að það komi í veg fyrir að ég get sinnt mínum skyldum og fer. Ég veit ekki hvort það verði þannig á næsta fundi, því það var svo mikið á þessum fundi sem bjó þetta til,“ segir Björn Leví, inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum lauk. Þá segist Björn Leví aðspurður ekki sjá þörf á því að leita sér sálfræðiaðstoðar sem stendur þingmönnum til boða vegna Klaustursmálsins. „Af hverju þarf ég að aðlagast því að hann sé þarna? Þetta er svo öfugsnúið.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49 Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, segir að hið ósæmilega orðbragð sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins lýsti á fundi nefndarinnar í dag hafi verið tilvitnun annarra nefndarmanna í orð Bergþórs sjálfs á Klaustri. Þá segir Björn Leví að Bergþór hafi verið ástæða þess að hann yfirgaf fundinn áður en honum lauk í morgun.Mikill hitafundur var haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd í dag en Bergþór Ólason, einn þingmannanna sem hafði uppi ósæmileg ummæli á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum, sneri aftur sem formaður nefndarinnar. Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að Bergþór viki úr sæti formanns en henni var vísað frá. Í yfirlýsingu frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem send var út vegna frávísunartillögunnar segir jafnframt að hún hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs.„Helber lygi“ að aðrir nefndarmenn hafi notað jafnslæmt orðbragð og á Klaustri Björn Leví segir í samtali við Vísi að fundur umhverfis- og samgöngunefndar í morgun hafi byrjað á umræðum um það hvort viðeigandi sé að Bergþór mæti og „hlammi sér í formannsstólinn“, líkt og Björn lýsir því. Í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Bergþór að orðbragðið á fundinum hefði verið „engu skárra en það sem kom fram hjá mönnum á Klaustri“. Þá hafi honum komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn létu falla á fundinum.Sjá einnig: Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Björn Leví gefur lítið fyrir þessar lýsingar Bergþórs og segir orðbragðið sem sá síðarnefndi vísar til vera beina tilvitnun í orð hans á Klaustri forðum. „Það var fundur settur og fólk biður um orðið. Það var voðalega kurteist, fólk skiptist á að biðja um orðið og segja sitt. Það var þarna eitt atvik þar sem var vitnað í margfræga Klaustursupptöku og orð Bergþórs þar, sem hann er síðan að nota einhvern veginn þannig að aðrir nefndarmenn hafi farið jafnslæmum orðum á þessum fundi og hann notaði á Klaustursupptökunum. Sem er náttúrulega helber lygi af því að það var verið að vitna í hann til þess að útskýra hversu alvarlegt málið væri,“ segir Björn Leví. „Ástæðan fyrir því er þetta sem þú [Bergþór] sagðir og orðin sem voru sögð. Og að varpa því þannig, eins og einhver nefndarmaður þarna sé að segja eins ömurlegt og hann var að segja, er bara virkilega illa gert.“ Geti ekki sinnt skyldum sínum Þá hefur einnig komið fram að Björn Leví gekk út af fundinum þegar tíu mínútur voru eftir af honum. Á þeim tímapunkti hafði þegar verið borin upp hugmynd um að Bergþór viki úr sæti formanns en tillögunni var vísað frá, eins og áður segir. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar, tók við formennsku á fundinum eftir að frávísunartillagan var samþykkt. „Ég spyr hann [Bergþór] hvort hann ætli að sitja áfram fundinn, hann segir já, að hann ætli að gera það og sinna sínum skyldum hvað það varðar. Þá segi ég að það komi í veg fyrir að ég get sinnt mínum skyldum og fer. Ég veit ekki hvort það verði þannig á næsta fundi, því það var svo mikið á þessum fundi sem bjó þetta til,“ segir Björn Leví, inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum lauk. Þá segist Björn Leví aðspurður ekki sjá þörf á því að leita sér sálfræðiaðstoðar sem stendur þingmönnum til boða vegna Klaustursmálsins. „Af hverju þarf ég að aðlagast því að hann sé þarna? Þetta er svo öfugsnúið.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49 Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12