May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 22:09 Theresa May á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna