Telur laun og gengi íslensku krónunnar hafa mestu áhrifin Sveinn Arnarsson skrifar 10. janúar 2019 08:00 Gullfoss er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Fréttablaðið/Ernir Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Umferð til og frá Gullfossi jókst um þrjú prósent á árinu 2018 miðað við fyrra ár. Er þetta mun minni aukning en sést hefur frá því straumur ferðamanna jókst hér skyndilega eftir hrun efnahagslífsins árið 2008.Jóhannes Þ. Skúlason.Að meðaltali fóru um veginn við Gullfoss rétt rúmlega 2.300 bifreiðar á sólarhring í fyrra og hefur umferðin fimmfaldast um svæðið á tíu árum. Gullfoss og Geysir í Haukadal eru einhverjir fjölsóttustu ferðamannastaðirnir hér á landi. En fjölgun ferðamanna til landsins virðist vera að ná einhverjum stöðugleika og var nú mun minni en fjölgunin árin á undan. „Umferðartölurnar sýna í raun sömu mynd og tölur Ferðamálastofu, um 5,5 prósent fjölgun ferðamanna 2018 miðað við fyrri ár. Það er einmitt í samræmi við alþjóðlega þróun í fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er um sex prósent á árinu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. „Stóra tækifærið í íslenskri ferðaþjónustu til framtíðar liggur í því að ná jafnvægi í fjölgun ferðamanna á þeim slóðum þannig að ferðaþjónustan verði áfram burðaratvinnugrein í efnahagslífinu og lífskjarauppbyggingu á Íslandi. Við erum mjög bjartsýn á framtíðina og það er engin ástæða til að ætla að ferðamennirnir hverfi skyndilega eins og síldin forðum. Það er af og frá.“ Jóhannes sér þrjár stórar áskoranir sem geta haldið aftur af þróun greinarinnar og haft áhrif á samkeppnishæfni hennar. Innlendir aðilar og þættir hér heima hafa að hans mati mest um það að segja hvernig greinin þróast.Rólegt var um að lítast á bílastæðinu á Þingvöllum þegar ljósmyndara bar þar að garði. Fréttablaðið/Aðsent„Þar má nefna háan launakostnað, en launavísitala hefur hækkað um 44 prósent frá 2012, hátt gengi gjaldmiðilsins sem hefur haft mjög neikvæð áhrif á afkomu ferðaþjónustufyrirtækja undanfarin ár, og starfsumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja sem ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á með ákvörðunum sínum,“ segir Jóhannes Þór. „Ef það tekst að hafa hemil á kostnaði sem hlýst af þessum þremur þáttum mun það hjálpa ferðaþjónustufyrirtækjum mjög við að færa þjóðarbúinu aukin verðmæti inn í framtíðina.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira