Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira
Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því. Vinnuheiti söngleiksins er Níu líf-sögur af landi en Ólafur Egill Egilsson er handritshöfundur. Hann ætlar að tengja saman tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar við síðustu áratugi. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segir von á fyrsta uppkasti söngleiksins bráðlega en hugmyndin að verkinu fæddist í samstarfi við Ólaf Egil. „Saga Bubba er samofin sögu þjóðarinnar síðastliðin 40 ár. Þetta er nálgun sem við vildum fara af stað með,“ segir Kristín. Hún segir eftir að ákveða hvort að Bubbi sjálfur taki þátt í sýningunni. Tónlistamaðurinn segir að það sé alveg möguleiki. „Það væri rosa gaman að fá að spila svona eins og eitt lag. Ég var hins vegar afar feginn þegar ég heyrði að það ætti enginn að leika mig, það yrði alltof mikil klisja,“ segir Bubbi Morthens. Aðspurður um hvort hann hefði verið samþykkur slíkri sýningu á þeim árum sem hann var pönkari svarar Bubbi. „Svona söngleikur hefði ekki verið til umræðu hjá mér á þeim árum. Því þegar Bubbi var pönkari var annað líf, önnur tilvera og önnur vídd. Það eru mörg líf í einu lífi og ég er búinn að lifa svo mörg líf í þessu lífi að það er ekki fræðilegur möguleiki að setja sig þangað,“ segir Bubbi. Hann segist vera á mjög góðum stað í dag. „Ég er þakklátur og finnst stórkostlegt að vera lifandi. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að draga andann, girða sig vel og reima skóna,“ segir Bubbi sposkur á svip. Bubbi er fullur tilhlökkunar fyrir ferlinu framundan og frumsýningu söngleiksins sem er áætluð eftir um það bil ár. „Þetta er eins og að fara í laxveiði þú veist ekki hvað er í hylnum en þetta er alveg geggjað og þú ert með væntingar um að það sé 30 pundari væntanlegur“ segir Bubbi að lokum.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí Sjá meira