Stunduðu líkamsrækt í 40 stiga hita í neyðarrými Vaðlaheiðarganga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2019 19:00 Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna. Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Vaðlaheiðargöng voru formlega vígð í dag. Lokað var fyrir umferð bíla um göngin á meðan gangandi vegfarendur, hjólreiðamenn og þeim sem stunda líkamsrækt var gert hátt undir höfði. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með tímatöku í hjólreiðum, áður en að hjólaskíðamenn og skokkarar tóku við. Á annað hundrað hlaupara mættu í göngin og hlupu í gegn. „Þetta var bara virkilega skemmtilegt og skemmtilegt að finna þennan gríðarlega hitamun sem var eins og sést þá er komin strax móða á gleraugun. Það var mjög heitt um miðbikið en svo kólnaði þetta mjög segir Sonja Sif. Sem íbúi á svæðinu fagnar Sonja göngunum ákaft. „Ég er mjög feginn að þurfa ekki að fara Víkurskarðið í brjáluðu veðri. Ég held að þetta verði mikil lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem er á Norðurlandi eða Austurlandi.Sonja var kamkapát með hlaupið í gegnum göngin.Vísir/Tryggvi PállMeiri jarðgangastemmning en venjulega Og það var fleira á döfinni. Hátt í 30 konur stunduðu líkamsrækt af miklum móð í einu af neyðarrými ganganna. Um 40 stiga hiti var í rýminu og var vel tekið á því. Ekki er þó svo mikill munur á neyðarrýminu og hefðbundnum æfingarsal að sögn þjálfaranna. „Við erum í steinhelli en við erum reyndar að vanar að æfa í svona hita alla daga vikunnar í World Class þannig að hitinn var, hann var aðeins hærri, loftslagið kannski aðeins annað en basicly það sem er í kringum okkur,“ segir Auðbjörg María Kristinsdóttir sem stýrði æfingunni. Það eru hrjúfari gólf, hrjúfari veggir, hærra til lofts og meiri svona jarðgangastemming,“ sagði Kristín Hanna Bjarnadóttir sem aðstoðu Auðbjörgu.Kristján L. Möller, fyrrverandi Alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis voru afar ánægðir með að fá að aðstoða við vígsluathöfnina.Vísir/Tryggvi PállHin hefðbundna vígsla fór svo fram síðdegis þegar Hólmfríður Ásgeirsdóttir og Friðrik Glúmsson, íbúar í sveitarfélögunum beggja vegna við Vaðlaheiði klipptu á borðann. Þar með voru hin rúmlega sjö kílómetra göng formlega vígð. Það voru svo félagsmenn í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem fóru fyrstu ferðina í gegnum göngin eftir vígsluna.
Samgöngur Vaðlaheiðargöng Tengdar fréttir Opnað fyrir umferð í Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng eru nú opin. 21. desember 2018 18:46 Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00 Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Byrjað að rukka í Vaðlaheiðargöng: „Þetta er nútíminn“ Formleg gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng hófst á miðnætti. Búið er að selja 55 þúsund ferðir í gegnum göngin frá því að sala á áskriftum og ferðum hófst. 2. janúar 2019 21:00
Óvenjuleg sjón í Vaðlaheiðargöngum Formleg vígsla Vaðlaheiðarganga fer fram í dag og er meðal annars keppt í hjólreiðum. 12. janúar 2019 10:34