Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2019 18:35 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum. Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum.
Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira