Ákærðar fyrir að ráðast á átta ára dreng á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2019 12:39 Árásin er sögð hafa átt sér stað á skólalóð Síðuskóla á Akureyri. ja.is Tvær konur á þrítugsaldri hafa verið ákærðar fyrir ólögmæta nauðung og barnarverndarbrot. Eru þær sagðar hafa ráðist á átta ára dreng á Akureyri, hreytt í hann fúkyrðum og neytt hann upp í bíl sinn. Konurnar lýstu yfir sakleysi sínu þegar málið var þingfest í dag.Ríkisútvarpið vísar í ákæru héraðssaksóknara þar sem segir að konurnar hafi gert aðsúg að drengnum við Síðuskóla. Önnur kvennanna á að hafa öskrað á hann, rifið í handlegg hans og dregið inn í bifreiðina. Eiga þær að hafa neytt drenginn til að sitja þar á meðan þær óku honum heim til sín. Eru þær með þessar háttsemi sagðar hafa sýnt „drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu,“ eins og segir í ákærunni. Ekki er tekið fram hvort og þá hvernig konurnar tengjast drengnum. Sú eldri er ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarbrot en hin fyrir hlutdeild í brotunum. Á hún að hafa setið undir stýri, ekið drengnum heim og tekið þátt í brotunum. Móðir piltsins er sögð fara fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur ásamt vöxtum en málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, staðfestir í samtali við fréttastofu að konurnar hafi lýst sig saklausa af ákærunni er málið var þingfest í dag. Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Tvær konur á þrítugsaldri hafa verið ákærðar fyrir ólögmæta nauðung og barnarverndarbrot. Eru þær sagðar hafa ráðist á átta ára dreng á Akureyri, hreytt í hann fúkyrðum og neytt hann upp í bíl sinn. Konurnar lýstu yfir sakleysi sínu þegar málið var þingfest í dag.Ríkisútvarpið vísar í ákæru héraðssaksóknara þar sem segir að konurnar hafi gert aðsúg að drengnum við Síðuskóla. Önnur kvennanna á að hafa öskrað á hann, rifið í handlegg hans og dregið inn í bifreiðina. Eiga þær að hafa neytt drenginn til að sitja þar á meðan þær óku honum heim til sín. Eru þær með þessar háttsemi sagðar hafa sýnt „drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu,“ eins og segir í ákærunni. Ekki er tekið fram hvort og þá hvernig konurnar tengjast drengnum. Sú eldri er ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarbrot en hin fyrir hlutdeild í brotunum. Á hún að hafa setið undir stýri, ekið drengnum heim og tekið þátt í brotunum. Móðir piltsins er sögð fara fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur ásamt vöxtum en málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, staðfestir í samtali við fréttastofu að konurnar hafi lýst sig saklausa af ákærunni er málið var þingfest í dag.
Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira