Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. janúar 2019 06:45 Mótmæli eru tíð í Katalóníu og sögð ástæða handtakanna. Nordicphotos/AFP Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé. Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Bæjarstjórar tveggja bæja í Girona-héraði Katalóníu, Vergas og Celra, voru handteknir í gær, sakaðir um að hafa valdið glundroða á almannafæri. Fjórtán aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Benet Salellas, lögmaður CUP, flokks aðskilnaðarsinna sem bæjarstjórarnir tilheyra, sagði að handtökurnar væru óréttlátar og úr samhengi við brotið. Samkvæmt Salellas tengjast handtökurnar mótmælum sem fóru fram í Girona þann 6. desember. Er Salellas kom á ríkislögreglustöðina í Girona þar sem bæjarstjórunum var haldið var honum meinaður inngangur. „Mér var sagt að ég fengi ekki að fara inn fyrr en ég talaði spænsku. Þetta var árás á fjöltyngi og sömuleiðis réttindi skjólstæðinga minna,“ sagði Salellas. Þess ber að geta að katalónska er opinbert tungumál í sjálfsstjórnarhéraðinu og á Spáni í heild. Flokkar aðskilnaðarsinna á katalónska héraðsþinginu sniðgengu nefndarfundi í gærmorgun til þess að mótmæla handtökunum. Roger Torrent, forseti þingsins, sagðist styðja bæjarstjórana. „Við vonum að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi. Hættið þessari kúgun. Það er komið nóg af því að mótmæli séu bæld niður.“ Deila Katalóna og stjórnvalda í Madríd er í sömu pattstöðu og hún hefur verið frá sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu októbermánaðar 2017. Í febrúar fer fyrir dóm mál þeirra níu katalónsku stjórnmálamanna og aðgerðasinna sem Spánverjar hafa haldið í varðhaldi í rúmt ár og ákært fyrir meðal annars uppreisn gegn spænska ríkinu. Carme Forcadell, ákærði fyrrverandi þingforsetinn, sendi frá sér yfirlýsingu um málsvörn sína í gær þar sem hún sagði málið pólitískt. Hún kvaðst ávallt hafa fylgt reglum þingsins. Forseti Alþingis hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu Forcadell en hún á yfir höfði sér sautján ára fangelsisdóm. Santi Vila, fyrrverandi viðskiptaráðherra héraðsins, gaf út sams konar yfirlýsingu. Sagði að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið fjármögnuð með skattfé.
Birtist í Fréttablaðinu Spánn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“