„Klukkumálið“ ekki afgreitt á vorþingi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2019 18:10 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að hugsanlegar breytingar á klukkunni verði ekki afgreiddar á vorþingi. Vísir/vilhelm Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Frumvarp um breytingu á klukkunni verður ekki afgreitt á þessu vorþingi því stjórnvöld hyggjast gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa málið til hlítar. Íslendingar láta sig málið talsvert varða því fjöldi umsagna í samráðsgátt stjórnarráðsins eru nú 1092 talsins sem er metfjöldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá stöðu málsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín segir að afar skiptar skoðanir séu á meðal Íslendinga um hugsanlega breytingu á klukkunni. Málið verður í umsagnarferli í tvo mánuði og er ætlunin að yfirvega umsagnirnar og gera tillögu um framhald málsins þegar líður fram á vor og sumar að sögn Katrínar. Hún segir að málið sé þess eðlis að mikilvægt hafi verið að hafa landsmenn með í ráðum. „Við gáfum þessu rúman tíma. Málið er bara búið að vera viku í umsagnarferli og þessar þúsund umsagnir sem hafa borist á þeim tíma – sem segir mér nú það sem mér finnst best við Íslendinga – að þeir láta ekki á sér standa þegar maður kallar eftir sjónarmiðum. Þá mætir fólk og lætur í sér heyra.“ Landsmenn hafa úr þremur kostum að ráða: 1. Óbreytt staða, klukkan áfram 1 klst. Fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. 2. Klukkunni seinkað um 1 klst. Frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 verður kl. 10 eftir breytingu). 3. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Innt eftir sinni skoðun á málinu segist Katrín enn liggja undir feldi þrátt fyrir að hún hafi hingað til, að eigin sögn, verið tiltölulega íhaldsöm þegar málið hefur verið til umræðu í þinginu. „En auðvitað hlýt ég að horfa til þess þegar við erum að sjá fleiri og fleiri vísindamenn stíga fram og ræða þessi sjónar mið sem tengjast morgunbirtunni,“ segir Katrín og tekur mið af lýðheilsufræðilegum sjónarmiðum og bætir við að taka þurfti tillit til líkamsklukkunar og svefnrannsókna.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15 Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52
Breyting á klukku myndi bæta svefninn Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið. 17. janúar 2019 08:15
Ein segir ekki hægt að kenna klukkunni um svefnvenjur Íslendinga og annar óttast bandarísk áhrif Á þriðja hundruð umsagna hafa borist vegna klukkubreytingar en flestir virðast velja kost B, það er að klukkunni verði breytt. 10. janúar 2019 22:15