„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 18:13 Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson Íslenskir bankar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson
Íslenskir bankar Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira