Umhverfisvitund getur reynst arðbær Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. janúar 2019 19:30 Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper. Danmörk Umhverfismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Framkvæmdastjóri danskrar prentsmiðju sem ætlar að verða sú umhverfisvænasta í heimi segir umhverfisvitund neytenda vera að aukast. Rík áhersla á samfélagsábyrgð geti þannig einnig verið arðbær. Ný könnun sýnir að íslenskir neytendur vilja fremur skipta við samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Framkvæmdastjóri dönsku prentsmiðjunnar KLS PurePrint hélt erindi á ráðstefnu Festu um samfélagsábyrgð í Hörpu í dag. Árið 2007 tók fyrirtækið ákvörðun um að verða umhverfisvænasta prentsmiðja í heimi og hannaði nýtt viðskiptamódel sembyggir á hringrás, þar sem ekkert fer til spillis. Prentsmiðjan gengur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum og vörur eru sendar út með rafmagnsbílum. „Okkur hefur tekist þetta með því að skoða öll efni sem við notum. Við vinnum með birgjum okkar, þeirra birgjum, birgum þeirra, o.s.frv. Allt til enda keðjunnar, viljum við vita hvað fer í hana," segir Kasper Larsen, framkvæmdastjóri KLS PurePrint. Samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var á ráðstefnunni vill stór meirihluti íslenskra neytenda, eða um 85% fremur beina viðskiptum sínum til samfélagslegra ábyrgra fyrirtækja en einungis fjórðungur telur íslensk fyrirtæki almennt sýna þessa ábyrgð. Kasper Larsen hélt erindi á ráðstefnu Festis í dag.Kasper segir umhverfisvitund neytenda sífellt aukast og samhliða stækkar kúnnahópurinn. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög meðvituð um vilja viðskiptavinanna og þeirra viðskiptavina. Það á sérstaklega við í umhverfismálum, t.d. varðandi plast. Þessi mál eru að minnsta kosti ofarlega í huga Dana um þessar mundir," segir Kasper. Hann segir fyritæki ekki mega skorast undan sinni ábyrgð og bætir við að stjórnvöld gætu létt undir með hvötum til umhverfisvænnar framleiðslu. „Ef við tökum þessa kröfu nútímans ekki alvarlega þá skulum við líka búa okkur undir að samkeppnisaðilar okkar muni gera það. Þá getum við séð hvað verður um okkar störf. Okkur skortir ekki verkefni og getum ekki beðið," segir Kasper.
Danmörk Umhverfismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira