Íslenskt sprotafyrirtæki tryggði 110 milljóna fjármögnun til lyfjaþróunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 13:50 Tveir af aðstandendum Epiendo, Friðrik Rúnar Garðarsson og Finnur Friðrik Einarsson. epiendo EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo. Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Sjá meira
EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo.
Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Sjá meira