Íslenskt sprotafyrirtæki tryggði 110 milljóna fjármögnun til lyfjaþróunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2019 13:50 Tveir af aðstandendum Epiendo, Friðrik Rúnar Garðarsson og Finnur Friðrik Einarsson. epiendo EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo. Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
EpiEndo, sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun, lauk í gær 110 milljón króna fjármögnun. Fjármögnunin mun gera fyrirtækinu kleift að ljúka for-klínískum rannsóknum á lyfi gegn langvinnri lungateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)). Vonir standa til að lyfið verði komið á markað eftir um 6 til 8 ár, að loknum ítarlegum prófunum. Fram kemur í tilkynningu frá EpiEndo að um 70 milljón manns kljáist við sjúkdóminn í heiminum í dag en að engin lækning sé enn til við sjúkdómnum. Lyfið sem EpiEndo er með í þróun mun tilheyra nýjum flokki lyfja sem skilgreind verða sem „þekjueflandi“ (e. barriolides). Til útskýringar segir fyrirtækið að fyrsta lyf EpiEndo sé „azithromycin-afleiða“ sem drepur ekki sýkla. „Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Okkar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að efnin okkar hafi betri virkni en azithromycin.“ EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni. Hann er meðal annars sagður hafa byggt hugmynd sína á þekjueflandi lyfjum á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. EpiEndo hafði fyrir fyrrnefnda fjármögnun aflað sér tæpra 300 milljón króna í hlutafé frá stofnun. Þá hefur fyrirtækið jafnframt hlotið styrki úr sjóðum Rannís. Verðmætasta eign EpiEndo er fyrsta einkaleyfi þess, sem birt var í nóvember árið 2016 og gildir hið minnsta í 20 ár frá útgáfudegi. EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum, þ.e. tilraunum á rannsóknarstofu og dýrum, í mars 2019. Megnið af rannsóknum fyrirtækisins hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands, auk þess sem dýrarannsóknir EpiEndo. hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík Nánari upplýsingar, auk fréttatilkynningarinnar á ensku, má nálgast á vefsíðu EpiEndo.
Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira