Þriggja mánaða fangelsi fyrir typpamyndir og tilraun til vændiskaupa Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 19:05 Landsréttur staðfesti dóm Héraðdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent