Staðfest að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið öryrkja um milljarða undanfarin ár Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. janúar 2019 20:00 Velferðarráðuneytið hefur staðfest að Tryggingastofnun Ríkisins hafi hlunnfarið stóran hóp öryrkja um milljarða króna á undanförnum árum. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis birt áfellisdóm yfir aðferðum TR í þessum málum. Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. Í bréfi Velferðarráðuneytisins til velferðarnefndar Alþingis er staðfest að sú lagaframkvæmd Tryggingastofnunar Ríkisins að skerða örorkubætur þúsund einstaklinga á grundvelli búseti standist ekki. Búsetuskerðing er þegar fólk sem búið hefur tímabundið erlendis fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. 88% örorkulífeyrisþega sem hafa verið búsettir í löndum innan EES eru með þessa skerðingu en fá ekkert frá fyrra búsetulandi. Það getur skýrst af því að reglur í fyrra búsetulandi séu öðruvísi en hér á landi. Tryggingastofnun er sögð hafa hlunnfarið um þúsund manns árlega um fimm hundruð milljónir á ári.Fréttablaðið/Pjetur En 12 prósent þeirra sem búa við skert búsetuhlutfall fá einhverjar bætur frá fyrra búsetulandi. Þær eru þó stundum reiknaðar sem tekjur og dregnar frá skertum bótum hér heima. Tökum dæmi. Maður sem hefur búið í tíu ár í Danmörku og önnur tíu ár á Íslandi frá 16 ára aldri fær fyrsta örorkumat 36 ára. Reikniaðferð Tryggingastofnunar gefur honum tæplega 64% búsetuhlutfall eða 64% af fullum bótum og engar bætur frá Danmörku. Í bréfi velferðarráðuneytisins segir að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið um eitt þúsund manns árlega um ríflega fimm hundruð milljónir króna á ári. Stofnunin eigi að og muni endurgreiða örorkulífeyrisþegum sem hafa orðið fyrir þessum grimmu skerðingum fjögur ár aftur í tímann. Í tilkynningu Öryrkjabandalagsins segir að leiðrétta þurfi að minnsta kosti áratug aftur í tímann. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. „Risastórt mál“ Daníel Isebarn lögmaður öryrkjabandalags Íslands ræddi stöðu málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði ljóst að öryrkjar hefðu verið hlunnfarnir um háar fjárhæðir í langan tíma. „Þetta er risastórt mál, sama hvernig á það er litið. Þetta varðar gríðarlega marga öryrkja og þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er búið að standa yfir í rosalega langan tíma. Þannig að það má eiginlega segja að Tryggingastofnun sé búin að skerða marga öryrkja um mikla peninga í mjög langan tíma,“ sagði Daníel. Aðspurður ítrekaði hann jafnframt að málið væri afar alvarlegt, sérstaklega í ljósi þess að Öryrkjabandalagið væri búið að benda Tryggingastofnun á stöðuna í áratug. „Og allan þann tíma hefur Tryggingastofnun þráast við.“ Óljós svör frá Tryggingastofnun Áætlað er að endurgreiðslur nái fjögur ár aftur í tímann. Daníel sagði bandalagið ekki ánægt með þá niðurstöðu og sagði að krafist yrði endurgreiðslu fyrir að minnsta kosti tíu ár. „Nei, við teljum ekki tækt að endurgreiða fjögur ár aftur í tímann þegar liggur fyrir að skerðingarnar eru búnar að vera í minnsta kosti tíu ár.“ Daníel sagði jafnframt að svör frá Tryggingastofnun hefðu hingað til verið óljós. „Við höfum fengið svör um að þetta sé í skoðun og það sé ýmislegt sem þurfi að meta og íhuga en við höfum ekki fengið það skýrt út hvernig þetta verður gert.“ Þá muni niðurstaðan eflaust hafa mikla þýðingu fyrir öryrkja á Íslandi. „Það er mismunandi eftir einstaklingum en fyrir mjög marga ætti þetta að breyta mjög miklu.“ Alþingi Félagsmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. 23. nóvember 2018 13:13 Engin komugjöld hjá öldruðum og öryrkjum Hætt að rukka komugjöld aldraðra og öryrkja strax á nýju ári. 19. desember 2018 14:48 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur staðfest að Tryggingastofnun Ríkisins hafi hlunnfarið stóran hóp öryrkja um milljarða króna á undanförnum árum. Áður hafði Umboðsmaður Alþingis birt áfellisdóm yfir aðferðum TR í þessum málum. Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að bandalagið hafi bent stofnuninni margoft á skerðinguna. Í bréfi Velferðarráðuneytisins til velferðarnefndar Alþingis er staðfest að sú lagaframkvæmd Tryggingastofnunar Ríkisins að skerða örorkubætur þúsund einstaklinga á grundvelli búseti standist ekki. Búsetuskerðing er þegar fólk sem búið hefur tímabundið erlendis fær skertar örorkubætur vegna búsetu þeirra í öðru landi, þar sem gert er ráð fyrir að það fái líka bætur þaðan. 88% örorkulífeyrisþega sem hafa verið búsettir í löndum innan EES eru með þessa skerðingu en fá ekkert frá fyrra búsetulandi. Það getur skýrst af því að reglur í fyrra búsetulandi séu öðruvísi en hér á landi. Tryggingastofnun er sögð hafa hlunnfarið um þúsund manns árlega um fimm hundruð milljónir á ári.Fréttablaðið/Pjetur En 12 prósent þeirra sem búa við skert búsetuhlutfall fá einhverjar bætur frá fyrra búsetulandi. Þær eru þó stundum reiknaðar sem tekjur og dregnar frá skertum bótum hér heima. Tökum dæmi. Maður sem hefur búið í tíu ár í Danmörku og önnur tíu ár á Íslandi frá 16 ára aldri fær fyrsta örorkumat 36 ára. Reikniaðferð Tryggingastofnunar gefur honum tæplega 64% búsetuhlutfall eða 64% af fullum bótum og engar bætur frá Danmörku. Í bréfi velferðarráðuneytisins segir að Tryggingastofnun hafi hlunnfarið um eitt þúsund manns árlega um ríflega fimm hundruð milljónir króna á ári. Stofnunin eigi að og muni endurgreiða örorkulífeyrisþegum sem hafa orðið fyrir þessum grimmu skerðingum fjögur ár aftur í tímann. Í tilkynningu Öryrkjabandalagsins segir að leiðrétta þurfi að minnsta kosti áratug aftur í tímann. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins. „Risastórt mál“ Daníel Isebarn lögmaður öryrkjabandalags Íslands ræddi stöðu málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði ljóst að öryrkjar hefðu verið hlunnfarnir um háar fjárhæðir í langan tíma. „Þetta er risastórt mál, sama hvernig á það er litið. Þetta varðar gríðarlega marga öryrkja og þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er búið að standa yfir í rosalega langan tíma. Þannig að það má eiginlega segja að Tryggingastofnun sé búin að skerða marga öryrkja um mikla peninga í mjög langan tíma,“ sagði Daníel. Aðspurður ítrekaði hann jafnframt að málið væri afar alvarlegt, sérstaklega í ljósi þess að Öryrkjabandalagið væri búið að benda Tryggingastofnun á stöðuna í áratug. „Og allan þann tíma hefur Tryggingastofnun þráast við.“ Óljós svör frá Tryggingastofnun Áætlað er að endurgreiðslur nái fjögur ár aftur í tímann. Daníel sagði bandalagið ekki ánægt með þá niðurstöðu og sagði að krafist yrði endurgreiðslu fyrir að minnsta kosti tíu ár. „Nei, við teljum ekki tækt að endurgreiða fjögur ár aftur í tímann þegar liggur fyrir að skerðingarnar eru búnar að vera í minnsta kosti tíu ár.“ Daníel sagði jafnframt að svör frá Tryggingastofnun hefðu hingað til verið óljós. „Við höfum fengið svör um að þetta sé í skoðun og það sé ýmislegt sem þurfi að meta og íhuga en við höfum ekki fengið það skýrt út hvernig þetta verður gert.“ Þá muni niðurstaðan eflaust hafa mikla þýðingu fyrir öryrkja á Íslandi. „Það er mismunandi eftir einstaklingum en fyrir mjög marga ætti þetta að breyta mjög miklu.“
Alþingi Félagsmál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. 23. nóvember 2018 13:13 Engin komugjöld hjá öldruðum og öryrkjum Hætt að rukka komugjöld aldraðra og öryrkja strax á nýju ári. 19. desember 2018 14:48 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins sakar stjórnvöld um ruddalega framkomu Formaður Öryrkjabandalagsins segir ruddalegt að stjórnvöld hafi ekki haft samráð um að framlög til öryrkja yrðu lækkuð um milljarð milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Bandalagið lítur á afgreiðslu annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið sem alvarleg svik við gefin loforð. 23. nóvember 2018 13:13
Engin komugjöld hjá öldruðum og öryrkjum Hætt að rukka komugjöld aldraðra og öryrkja strax á nýju ári. 19. desember 2018 14:48
Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52