Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2019 21:39 Óvenjulegt er að svona bjart sé um að lítast í Nuuk klukkan sjö á janúarkvöldi. Skjáskot Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. Loftsteinninn flaug yfir grænlensku höfuðborgina klukkan 18:54 að staðartíma í gærkvöldi. Grænland er þremur klukkustundum á eftir íslenskum tíma. Á myndbandi sem Gustav Fischer segist hafa náð á vefmyndavél sína og deilir á Facebook má greinilega sjá hvernig steinninn lýsir upp kvöldhimininn yfir Nuuk og um stund verður svo bjart að halda mætti að sólin væri hæst á lofti. Þá greina grænlenskir miðlar frá því að ljós frá steininum hafi sést á stóru svæði í kring um Nuuk, meðal annars í bænum Sisimiut, sem er einhverja 319 kílómetra norður af höfuðborginni. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir í samtali við fréttastofu að þeir loftsteinar og vígahnettir, sem er það sem nógu bjartir loftsteinar eru kallaðir, sem sést hafi á ferð um himininn víðs vegar um heiminn í gærkvöldi og nótt séu líklegast hluti af Kvaðrantítar loftsteinadrífunni. Á stjörnufræðivefnum segir þetta um loftsteinadrífur:Þegar Jörðin ferðast í gegnum slóð ísagna sem losnað hafa af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina verður loftsteinadrífa. Sjást þá nokkrir tugir eða, í bestu tilvikum, nokkur þúsund stjörnuhröp á klukkustund. Í loftsteinadrífum virðast stjörnuhröpin stefna frá tilteknu stjörnumerki á himninum og eru drífurnar kenndar við þau.Á Stjörnufræðivefnum má svo lesa meira um loftsteina. Geimurinn Norðurlönd Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. 4. janúar 2019 14:30 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. Loftsteinninn flaug yfir grænlensku höfuðborgina klukkan 18:54 að staðartíma í gærkvöldi. Grænland er þremur klukkustundum á eftir íslenskum tíma. Á myndbandi sem Gustav Fischer segist hafa náð á vefmyndavél sína og deilir á Facebook má greinilega sjá hvernig steinninn lýsir upp kvöldhimininn yfir Nuuk og um stund verður svo bjart að halda mætti að sólin væri hæst á lofti. Þá greina grænlenskir miðlar frá því að ljós frá steininum hafi sést á stóru svæði í kring um Nuuk, meðal annars í bænum Sisimiut, sem er einhverja 319 kílómetra norður af höfuðborginni. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir í samtali við fréttastofu að þeir loftsteinar og vígahnettir, sem er það sem nógu bjartir loftsteinar eru kallaðir, sem sést hafi á ferð um himininn víðs vegar um heiminn í gærkvöldi og nótt séu líklegast hluti af Kvaðrantítar loftsteinadrífunni. Á stjörnufræðivefnum segir þetta um loftsteinadrífur:Þegar Jörðin ferðast í gegnum slóð ísagna sem losnað hafa af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina verður loftsteinadrífa. Sjást þá nokkrir tugir eða, í bestu tilvikum, nokkur þúsund stjörnuhröp á klukkustund. Í loftsteinadrífum virðast stjörnuhröpin stefna frá tilteknu stjörnumerki á himninum og eru drífurnar kenndar við þau.Á Stjörnufræðivefnum má svo lesa meira um loftsteina.
Geimurinn Norðurlönd Tengdar fréttir Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44 Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. 4. janúar 2019 14:30 Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Sást til loftsteins yfir Íslandi Loftsteinn sást yfir Vesturlandi í kvöld klukkan 19:40. 4. janúar 2019 00:44
Vígahnöttur yfir Íslandi: „Líkt og eldflaugaárás frá Sauðárkróki“ Loftsteinn sást yfir Íslandi í gærkvöldi. Steinninn skildi eftir sig bjarta slóð á á leið sinni suður eftir himninum og sprakk. Hann kann að vera úr Kvaðrantíta loftsteinadrífunni sem sást um allan heim í gær. 4. janúar 2019 14:30