Rússar varaðir við því að andkristur kunni að búa í snjalltækjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 09:10 Kirill, erkibiskup rétttrúnaðarkirkjunnar, og Pútín forseti eru mestu mátar. Vísir/EPA Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans. Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Erkibiskup rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar segir að notkun fólks á snjallsímum og nútímatækni geti leitt til komu andkrists sem muni stjórna öllu mannkyninu í gegnum alnetið. Gagnrýnendur kirkjunnar og ríkisstjórnar Vladímírs Pútín forseta saka biskupinn um að reyna að ljá ritskoðunarstefnu stjórnvalda lögmæti.Breska ríkisútvarpið segir að rússneskir samfélagsmiðlanotendur hafi tekið orðum Kirill erkibiskups með háði og efasemdum. Sumir þeirra hafa einnig sakað biskupinn um að ganga erinda ríkisstjórnar Pútín en þeir eru nánir bandamenn. Í ávarpi á ríkissjónvarpsstöð sagði Kirill að snjallsímanotendur þyrftu að fara varlega þegar þeir notuðu „alnet tækja“ vegna þess að það veitti tækfæri til að ná stjórn á mannkyninu. „Andkristur er manneskjan sem verður yfir alnetinu og stýrir öllu mannkyninu,“ sagði Kirill. Í hvert sinn sem fólk kveikti á símanum, hvort sem kveikt væri á staðsetningarbúnaði eða ekki, gæti einhver fylgst með því, komist að áhugamálum þess og hvað það óttast. Sú stund muni renna upp að einhver muni nota allar þær upplýsingar og færa þeim sama völd. „Slíkt vald á einni hendi boðar komu andkrists,“ sagði Kirill sem vildi þó ekki meina að hann eða kirkjan væri andsnúin tækniþróun og vísindum. Andkristur er hugtak sem komið er úr Biblíu kristinna manna. Í spádómum hennar er sagt frá manni sem andæfir Jesú kristi og tekur sæti hans. Aðgangur Rússa að netinu er takmarkaður og Pútín forseti er sagður vilja búa til sérstakt rússneskt net. Margir prestar rétttrúnaðarkirkjunnar eru dyggir stuðningsmenn þjóðernisstefnu forsetans.
Rússland Trúmál Tækni Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira