Fyrrverandi umsjónarmaður Rússarannsóknarinnar ætlar að hætta Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2019 14:01 Rosenstein hefur mátt þola harðar árásir Trump forseta vegna Rússarannsóknarinnar sem hann hafði lengi umsjón með. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja. Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni. Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið. Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega. Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómamálaráðherra Bandaríkjanna sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni svonefndu, er sagður ætla að láta af störfum þegar nýr dómamálaráðherra tekur við á næstu vikum. Donald Trump forseti hefur gagnrýnt Rosenstein harðlega en ákvörðun hans nú er sögð hafa verið af fúsum og frjálsum vilja. Þegar Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að koma nálægt rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2017 féll það í skaut Rosenstein að hafa umsjón með henni. Trump forseti hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og beint bræði sinni að Rosenstein sem hann skipaði þó sjálfur í embættið. Forsetinn rak Sessions daginn eftir þingkosningarnar í nóvember. Í stað hans hefur Trump tilnefnt William Barar, fyrrverandi dómsmálaráðherra í forsetatíð George H.W. Bush. Útlit er fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings taki tilnefningu hans fyrir í næstu viku.Reuters-fréttastofan segir að Rosenstein undirbúi nú að láta af embætti sínu þegar Barr tekur við. Hann muni þó verða Barr innan handar fyrst um sinn til að tryggja að hann geti tekið við embætti vel og örugglega. Búist er við því að demókratar á þingi geri harða hríð að Barr sem hefur lýst efasemdum um rannsóknina á forsetaframboði Trump. Barr tekur við umsjón rannsóknarinnar þegar hann tekur við embættinu. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, segir að brotthvarf Rosenstein sé ekki að undirlagi Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Ráðherraefni Trump sendi ráðuneyti álit á Rússarannsókninni Maðurinn sem Trump vill skipa dómsmálaráðherra sagði rannsókn Roberts Mueller "frámunalega óábyrga“ og að hún gæti haft "hörmulegar afleiðingar“. 20. desember 2018 09:55
Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37