Glundroði skapaðist í Florida Mall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. desember 2018 13:54 Florida mall er mörgum Íslendingum kunnug. Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira