Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 11:32 Geimfarið Cassini tók þessa mynd af Satúrnusi og hringjum hans í apríl árið 2016. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018 Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39