Lars Lagerbäck ber fram kvörtun til UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 12:30 Lars Lägerback er ekki ánægður. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira