Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2018 12:56 Frá laxeldi á Patreksfirði. vísir/einar Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30
Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30