Foreldrarnir í Bjärred höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 11:25 Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. Getty Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23
Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32