Henderson: Alisson, ég elska þig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 09:30 Alisson Becker með Fabinho eftir leik. Vísir/Getty Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. Alisson Becker bjargaði Liverpool liðinu með stórkostlegri markvörslu í blálokin en hefði Napoli skorað þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk á lokakafla leiksins. Liverpool klúðraði fjölda dauðafæra í leiknum, aðallega Sadio Mane, en hetjan var á endanum brasilíski markvörðurinn sem hélt einbeitingu sinni út leikinn og hélt hreinu í tólfta sinn í búningi Liverpool. Jordan Henderson tjáði tilfinningar sína til Alisson Becker á Instagram. View this post on InstagramAnother special night at Anfield! Atmosphere was amazing and performance was there to match it. Onto the round of 16! @alissonbecker I love you A post shared by Jordan Henderson (@jhenderson) on Dec 11, 2018 at 3:01pm PST „Annað sérstakt kvöld á Anfield. Andrúmsloftið var stórkostlegt og frammistaðan var í takt við það. Áfram í sextán liða úrslitin. Alisson Becker, ég elska þig,“ skrifaði Jordan Henderson á Instagram síðu sína. Alisson fékk líka eitt lítið sætt hjarta í kaupbæti frá fyrirliða sínum. Það er öruggt að fleiri en Jordan Henderson eru í skýjunum með Alisson Becker og það sem hann hefur bætt við þetta Liverpool-lið. Alisson Becker er aðeins búinn að fá á sig 13 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liverpool borgaði 67 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar en það sér örugglega enginn stuðningsmaður félagsins eftir þeim peningum í dag. Fyrir vikið er Liverpool-liðið á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.Markvarsla Alisson Becker á úrslitastundu.Vísir/GettyAlisson Becker og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira