Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 09:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær telja að stuðningsmenn hans myndu gera byltingu ef þingmenn Demókrataflokksins myndu ákæra hann fyrir embættisbrot á komandi ári. Hann sagðist þó ekki hafa áhyggjur. Þó einfaldur meirihluti á fulltrúadeild Bandaríkjaþings geti lagt fram slíka tillögu þurfa 67 öldungadeildarþingmenn af hundrað að kjósa með tillögunni til að bola forseta úr embætti. Demókratar munu taka yfir stjórn fulltrúadeildarinnar á næsta ári en Repúblikönum tókst að auka meirihluta sinn um tvo þingmenn á öldungadeildinni og verða með 53 þingmenn gegn 47. „Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar,“ sagði Trump í viðtali við Reuters.„Ég hef ekki áhyggjur, nei. Ég held að fólk myndi gera byltingu ef það gerðist.“ Alríkissaksóknarar héldu því fram í dómsskjölum í síðustu viku að Trump hefði skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að greiða tveimur konum meira en hundrað þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Slíkt væri brot á lögum um kosningar og þá sérstaklega um framlög til framboða, þar sem greiðslunum var ætlað að kaupa þögn kvennanna fyrir meint framhjáhald forsetans með þeim á árum áður í aðdraganda kosninganna. Saksóknarar líta á þessar greiðslur sem framlög til framboðs Trump en hámarkið sem einstaklingur má gefa til framboðs eru 2.700 dalir. Konurnar tvær sem um ræðir eru klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stephanie Clifford, sem einnig er þekkt sem Stormy Daniels, og Karen McDougal, fyrrverandi fyrirsæta tímaritsins Playboy.Klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, var í gær gert að greiða trump 293 þúsund dali í málskostnað vegna lögsóknar hennar gegn forsetanum fyrir meiðyrði. Málinu var vísað frá.AP/Markus SchreiberTrump viðurkenndi fyrr á þessu ári, þegar hljóðupptökur voru opinberaðar, að hafa endurgreitt Cohen 130 þúsund dali vegna greiðslunnar til Daniels, þrátt fyrir að hann hefði áður haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Forsetinn segir að Cohen sé að ljúga um sig til að reyna að komast undan glæpum sínum og hefur hvatt til þess að Cohen fái þungan dóm þegar dómur verður kveðinn upp í dag. „Michael Cohen er lögmaður. Ég geri ráð fyrir að hann myndi vita hvað hann væri að gera,“ sagði Trump. „Í fyrsta lagi, þá var þetta ekki framlag til framboðs. Ef þetta var slíkt, þá er það ekki sakamál, og þetta var ekki gegn lögum. Okei?“ Blaðamenn Reuters spurðu Trump út í staðhæfingar saksóknara um að fjöldi fólks sem vann og vinnur fyrir Trump hafi hitt, fundað með og rætt við rússneska aðila í aðdraganda forsetakosninganna. Hann vildi þó lítið tala um það og fór þess í stað að tala um einstaklega óljósar ásakanir gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í kosningunum 2016.Sjá einnig: Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni„Það sem þið eruð að tala um er tittlingaskítur,“ sagði Trump. „Ég hef ekki heyrt þetta, en get bara sagt ykkur þetta. Hillary Clinton, eiginmaður hennar fékk peninga, hún fékk peninga, hún borgaði peninga, af hverju talar ekki einhver um það?“Stendur við bakið á krónprinsinum Í viðtalinu var Trump einnig spurður út í morð blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem var myrtur í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöður að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið og bandarískir þingmenn sem hafa séð gögnin segja sömuleiðis að það sé ljóst.Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.AP/G20 Press OfficeTrump, sem hefur séð sömu gögn, er þó ekki á þeirri skoðun og hefur hann verið gagnrýndur af þingmönnum Repúblikanaflokksins fyrir það viðhorf sitt. Trump sagði Reuters að Sádi-Arabía hefði reynst Bandaríkjunum góður bandamaður og hann stæði við bakið á krónprinsinum. Öldungadeildarþingmenn munu í vikunni ræða hvort þingið eigi að fordæma krónprinsinn vegna morðsins en Trump hefur sagt að hann myndi beita neitunarvaldi gegn slíkri yfirlýsingu. Trump sagðist vonast til þess að þingmennirnir legðu ekki til að Bandaríkin myndu hætta að selja Sádum vopn vegna málsins. Annars myndu þeir peningar renna til Rússlands og Kína. Hann sagði þó að til greina kæmi að binda enda á stuðning Bandaríkjanna varðandi stríð Sáda í Jemen, þar sem þeir berjast gegn uppreisnarmönnum Húta sem studdir eru af Íran. „Sko, ég er miklu opnari gagnvart Jemen því, mér þykir ljótt að sjá það sem er að gerast þar,“ sagði Trump. Hann sagðist þó vilja sjá Írani fara frá Jemen og taldi að slíkt gæti gerst.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Upprunalega sneri hún að vantrauststillögu en það var ekki rétt. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær telja að stuðningsmenn hans myndu gera byltingu ef þingmenn Demókrataflokksins myndu ákæra hann fyrir embættisbrot á komandi ári. Hann sagðist þó ekki hafa áhyggjur. Þó einfaldur meirihluti á fulltrúadeild Bandaríkjaþings geti lagt fram slíka tillögu þurfa 67 öldungadeildarþingmenn af hundrað að kjósa með tillögunni til að bola forseta úr embætti. Demókratar munu taka yfir stjórn fulltrúadeildarinnar á næsta ári en Repúblikönum tókst að auka meirihluta sinn um tvo þingmenn á öldungadeildinni og verða með 53 þingmenn gegn 47. „Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar,“ sagði Trump í viðtali við Reuters.„Ég hef ekki áhyggjur, nei. Ég held að fólk myndi gera byltingu ef það gerðist.“ Alríkissaksóknarar héldu því fram í dómsskjölum í síðustu viku að Trump hefði skipað lögmanni sínum, Michael Cohen, að greiða tveimur konum meira en hundrað þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Slíkt væri brot á lögum um kosningar og þá sérstaklega um framlög til framboða, þar sem greiðslunum var ætlað að kaupa þögn kvennanna fyrir meint framhjáhald forsetans með þeim á árum áður í aðdraganda kosninganna. Saksóknarar líta á þessar greiðslur sem framlög til framboðs Trump en hámarkið sem einstaklingur má gefa til framboðs eru 2.700 dalir. Konurnar tvær sem um ræðir eru klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stephanie Clifford, sem einnig er þekkt sem Stormy Daniels, og Karen McDougal, fyrrverandi fyrirsæta tímaritsins Playboy.Klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, var í gær gert að greiða trump 293 þúsund dali í málskostnað vegna lögsóknar hennar gegn forsetanum fyrir meiðyrði. Málinu var vísað frá.AP/Markus SchreiberTrump viðurkenndi fyrr á þessu ári, þegar hljóðupptökur voru opinberaðar, að hafa endurgreitt Cohen 130 þúsund dali vegna greiðslunnar til Daniels, þrátt fyrir að hann hefði áður haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið. Forsetinn segir að Cohen sé að ljúga um sig til að reyna að komast undan glæpum sínum og hefur hvatt til þess að Cohen fái þungan dóm þegar dómur verður kveðinn upp í dag. „Michael Cohen er lögmaður. Ég geri ráð fyrir að hann myndi vita hvað hann væri að gera,“ sagði Trump. „Í fyrsta lagi, þá var þetta ekki framlag til framboðs. Ef þetta var slíkt, þá er það ekki sakamál, og þetta var ekki gegn lögum. Okei?“ Blaðamenn Reuters spurðu Trump út í staðhæfingar saksóknara um að fjöldi fólks sem vann og vinnur fyrir Trump hafi hitt, fundað með og rætt við rússneska aðila í aðdraganda forsetakosninganna. Hann vildi þó lítið tala um það og fór þess í stað að tala um einstaklega óljósar ásakanir gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í kosningunum 2016.Sjá einnig: Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni„Það sem þið eruð að tala um er tittlingaskítur,“ sagði Trump. „Ég hef ekki heyrt þetta, en get bara sagt ykkur þetta. Hillary Clinton, eiginmaður hennar fékk peninga, hún fékk peninga, hún borgaði peninga, af hverju talar ekki einhver um það?“Stendur við bakið á krónprinsinum Í viðtalinu var Trump einnig spurður út í morð blaðamannsins Jamal Khashoggi, sem var myrtur í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Leyniþjónustur Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöður að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið og bandarískir þingmenn sem hafa séð gögnin segja sömuleiðis að það sé ljóst.Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu.AP/G20 Press OfficeTrump, sem hefur séð sömu gögn, er þó ekki á þeirri skoðun og hefur hann verið gagnrýndur af þingmönnum Repúblikanaflokksins fyrir það viðhorf sitt. Trump sagði Reuters að Sádi-Arabía hefði reynst Bandaríkjunum góður bandamaður og hann stæði við bakið á krónprinsinum. Öldungadeildarþingmenn munu í vikunni ræða hvort þingið eigi að fordæma krónprinsinn vegna morðsins en Trump hefur sagt að hann myndi beita neitunarvaldi gegn slíkri yfirlýsingu. Trump sagðist vonast til þess að þingmennirnir legðu ekki til að Bandaríkin myndu hætta að selja Sádum vopn vegna málsins. Annars myndu þeir peningar renna til Rússlands og Kína. Hann sagði þó að til greina kæmi að binda enda á stuðning Bandaríkjanna varðandi stríð Sáda í Jemen, þar sem þeir berjast gegn uppreisnarmönnum Húta sem studdir eru af Íran. „Sko, ég er miklu opnari gagnvart Jemen því, mér þykir ljótt að sjá það sem er að gerast þar,“ sagði Trump. Hann sagðist þó vilja sjá Írani fara frá Jemen og taldi að slíkt gæti gerst.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Upprunalega sneri hún að vantrauststillögu en það var ekki rétt.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira