Furðulegar ástæður fyrir því að nýbakaður faðir fær ekki fæðingarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 17:08 Kári Rafn Karlsson á ekki von á því að fara í fæðingarorlof á næstunni. Vísir Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira