Myndi „rústa trausti á Alþingi“ ef meirihluti nefndarinnar misnotar aðstöðu sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2018 21:44 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Fréttablaðið/Ernir Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Þetta kom fram í bókun Jóns Þórs við fundargerð forsætisnefndar Alþingis í tengslum við akstursgreiðslumál Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er skylda mín sem einn varaforseta Alþingis að koma í veg fyrr að meirihluti forsætisnefndar geti notað siðareglur fyrir Alþingismenn til að hvítþvo þingmenn í meirihluta og beitt þeim sem agavaldi gegn þingmönnum minnihlutans. Slíkt mun grafa undan virku aðhaldi minnihluta með stjórnarmeirihlutanum, veikja lýðræðið og rústa trausti á Alþingi“Blaðamaður Stundarinnar vakti athygli á því í dag að nefndarmenn forsætisnefndarinnar virðast ekki hafa beitt sömu hæfnisviðmiðum við meðferð annars vegar Klaustursmálsins og hins vegar akstursgreiðslumálsins. Forsætisnefnd vísaði á haustdögum frá erindi Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata um akstursgreiðslur Ásmundar. Forsætisnefnd Alþingis.Alþingi Í gær var tilkynnt að forseti og varaforsetar Alþingis hefðu metið stöðuna þannig að þeir væru vanhæfir til að fjalla um Klaustursmálið meðal annars vegna ummæla sem þeir hafi haft í frammi um málið á grundvelli hæfisreglna stjórnsýsluréttar. Sjá nánar: Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Jón Þór segist ítrekað lagt það til í forsætisnefnd að máli Ásmundar yrði vísað til siðanefndar en tillagan var felld. Í bókuninni vísaði hann í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu: „Hagsmunaárekstrar er sá þáttur stjórnmála-og stjórnsýslu sem vekur hvað mesta andúð í samfélaginu […] Hagsmunaárekstrar eru algjör lykilþáttur í umræðu um siðferðilega ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu […] ásýnd skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunaárekstra er að ræða. Spurningin getur því ekki verið sú hversu vel einstaklingurinn treysti sjálfum sér heldur hvernig tengsl blasa við öðrum.“ Allir nefndarmenn hljóti að hafa verið vanhæfir Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví að erindi hans hafi snúist um að skoða þyrfti endurgreiðslur til allra þingmanna og í ljósi þess hljóti allir fulltrúar forsætisnefndar að vera vanhæfir því ekki geta þeir dæmt í eigin máli. Aðspurður hvers vegna hann telji að meirihlutinn hafi nálgast mál hans öðruvísi en Klaustursmálið svarar Björn: „Samtryggingin hélt.“ Hann vonar þó að meirihluti nefndarinnar sjái að sér. Björn vill þá einnig minna á að forsætisnefnt gæti enn haft frumkvæði að því að taka upp málið að nýju og koma því í farveg í samræmi við meðferð Klaustursmálsins. Björn hefur nú lagt fram aðra fyrirspurn sem snýr að aksturskostnaði þingmanna fyrir kosningar. „Hversu margar ferðir, samkvæmt akstursdagbók bílaleigubíls eða samkvæmt upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað, fór hver þingmaður í hverri viku í apríl og mí annars vegar og september og október hins vegar frá því á árinu 2013 og þar til nú?“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata segir að traust á siðareglum fyrir Alþingismenn glatist ef málsmeðferð forsætisnefndar á ábendingum um möguleg brot þingmanna á þeim er ekki hafin yfir vafa um óhlutdrægni og vandaða og réttláta málsmeðferð. Þetta kom fram í bókun Jóns Þórs við fundargerð forsætisnefndar Alþingis í tengslum við akstursgreiðslumál Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er skylda mín sem einn varaforseta Alþingis að koma í veg fyrr að meirihluti forsætisnefndar geti notað siðareglur fyrir Alþingismenn til að hvítþvo þingmenn í meirihluta og beitt þeim sem agavaldi gegn þingmönnum minnihlutans. Slíkt mun grafa undan virku aðhaldi minnihluta með stjórnarmeirihlutanum, veikja lýðræðið og rústa trausti á Alþingi“Blaðamaður Stundarinnar vakti athygli á því í dag að nefndarmenn forsætisnefndarinnar virðast ekki hafa beitt sömu hæfnisviðmiðum við meðferð annars vegar Klaustursmálsins og hins vegar akstursgreiðslumálsins. Forsætisnefnd vísaði á haustdögum frá erindi Björns Levís Gunnarssonar þingmanns Pírata um akstursgreiðslur Ásmundar. Forsætisnefnd Alþingis.Alþingi Í gær var tilkynnt að forseti og varaforsetar Alþingis hefðu metið stöðuna þannig að þeir væru vanhæfir til að fjalla um Klaustursmálið meðal annars vegna ummæla sem þeir hafi haft í frammi um málið á grundvelli hæfisreglna stjórnsýsluréttar. Sjá nánar: Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Jón Þór segist ítrekað lagt það til í forsætisnefnd að máli Ásmundar yrði vísað til siðanefndar en tillagan var felld. Í bókuninni vísaði hann í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu: „Hagsmunaárekstrar er sá þáttur stjórnmála-og stjórnsýslu sem vekur hvað mesta andúð í samfélaginu […] Hagsmunaárekstrar eru algjör lykilþáttur í umræðu um siðferðilega ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu […] ásýnd skiptir öllu máli þegar um mögulega hagsmunaárekstra er að ræða. Spurningin getur því ekki verið sú hversu vel einstaklingurinn treysti sjálfum sér heldur hvernig tengsl blasa við öðrum.“ Allir nefndarmenn hljóti að hafa verið vanhæfir Í samtali við fréttastofu segir Björn Leví að erindi hans hafi snúist um að skoða þyrfti endurgreiðslur til allra þingmanna og í ljósi þess hljóti allir fulltrúar forsætisnefndar að vera vanhæfir því ekki geta þeir dæmt í eigin máli. Aðspurður hvers vegna hann telji að meirihlutinn hafi nálgast mál hans öðruvísi en Klaustursmálið svarar Björn: „Samtryggingin hélt.“ Hann vonar þó að meirihluti nefndarinnar sjái að sér. Björn vill þá einnig minna á að forsætisnefnt gæti enn haft frumkvæði að því að taka upp málið að nýju og koma því í farveg í samræmi við meðferð Klaustursmálsins. Björn hefur nú lagt fram aðra fyrirspurn sem snýr að aksturskostnaði þingmanna fyrir kosningar. „Hversu margar ferðir, samkvæmt akstursdagbók bílaleigubíls eða samkvæmt upplýsingum um endurgreiddan aksturskostnað, fór hver þingmaður í hverri viku í apríl og mí annars vegar og september og október hins vegar frá því á árinu 2013 og þar til nú?“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43 Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Forsætisnefnd lýsir sig vanhæfa í Klaustursmálinu Allir þeir þingmenn sem eiga sæti í forsætisnefnd hafa metið sig vanhæfa til þess að fjalla um Klaustursmálið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forseta Alþingis sem send var á fjölmiðla í dag. Vísir fjallaði fyrr í dag um að nokkrir nefndarmenn hefðu þegar sagt sig frá málinu. 17. desember 2018 17:43
Forsætisnefnd í klandri vegna Klausturmáls Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt sig frá málinu vegna hagsmunatengsla. 17. desember 2018 16:04
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15