Ekki var krafist upptöku fjár því skattalagabrot Júlíusar Vífils var fyrnt Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Júlús Vífill Ingvarsson í var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus Vífill geymdi jafnvirði 131 til 146 milljóna króna í dollurum, evrum og pundum hjá svissneska bankanum UBS á Ermarsundseyjunni Jersey á árunum 2010-2014. Þetta fé var að hluta ávinningur refsiverðra brota samkvæmt dómi héraðdóms þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíus Vífill greiddi aldrei skatta og útsvar af lögum samkvæmt. Á árinu 2014 ráðstafaði hann fénu inn á bankareikning hjá Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation en rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill sjálfur, eiginkona hans og börn. Ólögmætur ávinningur Júlíusar Vífils, skattar sem hann kom sér undan að greiða og þar með það fé sem hann þvætti, var á bilinu 49-57 milljónir króna. Héraðssaksóknari krafðist ekki upptöku hins ólögmæta fjárvinnings í málinu eins og heimild er til í lögum um meðferð sakamála. Ástæðan er sú að ekki var krafist kyrrsetningar á þessu fé þegar málið var rannsóknarstigi. Þegar dómar vegna peningaþvættis samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga eru skoðaðir kemur í ljós að ákæruvaldið krefst yfirleitt upptöku fjár í slíkum málum. Inni á vef héraðdómstólanna, domstolar.is, eru aðgengilegir tíu dómar þar sem ákært var fyrir peningaþvætti auk dóms í máli Júlíusar Vífils. Í sjö þessara tíu mála krafðist ákæruvaldið upptöku á fjármunum vegna peningaþvættis. Í einu máli var krafist upptöku á miklu magni lausafjár eins og myndavéla, minniskubba, leikjatölva og fleira sem talið var sannað að hafði verið keypt fyrir ólögmætan fjárvinning. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp átta dóma vegna peningaþvættis frá aldamótum. Í fjórum þessara mála krafðist ákæruvaldið upptöku fjármuna. Ákæruvaldið virðist því oftar krefjast upptöku fjár en að láta það ógert en erfitt er að glöggva sig á hvort saksóknarar fylgi einhverjum viðmiðum í þeim efnum. Þá er spurningin, hvers vegna var ekki krafist kyrrsetningar og upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils? Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Mál Júlíusar Vífils „gríðarlega mikilvægt fordæmi“ að mati saksóknara „Mál Júlíusar Vífils um margt sérstakt og afar ólíkt öðrum peningaþvættismálum sem ákært hefur verið í undanfarið. Fyrir lá að skattalagabrotið, frumbrotið, var fyrnt þegar rannsókn hófst og að Júlíusi yrði því ekki gerð refsing vegna þess eða upptaka eigna byggð á því. Hins vegar virtist ljóst að ekki hefðu verið greiddir skattar af umræddu fé þegar þess var aflað, sem var að líkindum á níunda og eða á tíunda áratug síðustu aldar. Var því gengið út frá því við rannsókn málsins að hluti af þessu fé væri ávinningur refsiverðs brots, þ.e. skattalagabrots,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. Meðhöndlun á ávinningi á eigin afbroti var ekki refsiverð á þeim tíma sem talið er að Júlíus Vífill hafi aflað fjárins og varð það ekki refsivert fyrr en í lok árs 2009. Þá varð svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Frá þeim tíma varð því refsivert að meðal annars geyma eða flytja ávinning af eigin afbrotum. Björn Þorvaldsson segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt. „Ákveðið var að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt og hefði verið fyrnt þegar sjálfþvætti varð refsivert. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi og því um að ræða prófmál hvað þetta varðar. Vegna þessa þótti ekki rétt að grípa til frekari aðgerða við rannsóknina, svo sem haldlagningar eða kyrrsetningar eigna. Var með því ákveðins meðalhófs gætt við meðferð þessa máls sem, eins og áður sagði, átti sér engin fordæmi. Dómurinn í málinu er gríðarlega mikilvægt fordæmi sem mun verða litið til við meðferð mála af þessu tagi í framtíðinni. Peningaþvættismál eru í örri þróun og afar líklegt að ákærumálum af þessu tagi muni fjölga mikið á næstunni,“ segir Björn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils, sagði í gær að þegar hefði verið tekin ákvörðun um um áfrýjun dómsins til Landsréttar. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Af þeim tíu dómum sem kveðnir hafa verið upp vegna peningaþvættis undanfarinn áratug og eru aðgengilegir á vef héraðsdómstólanna var krafist upptöku fjár í sjö málum. Ekki var krafist upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar því frumbrot hans sem var skattalagabrot var löngu fyrnt og vildi saksóknari gæta meðalhófs en málið á sér engin fordæmi hér á landi. Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. Júlíus Vífill geymdi jafnvirði 131 til 146 milljóna króna í dollurum, evrum og pundum hjá svissneska bankanum UBS á Ermarsundseyjunni Jersey á árunum 2010-2014. Þetta fé var að hluta ávinningur refsiverðra brota samkvæmt dómi héraðdóms þar sem um var að ræða tekjur sem Júlíus Vífill greiddi aldrei skatta og útsvar af lögum samkvæmt. Á árinu 2014 ráðstafaði hann fénu inn á bankareikning hjá Julius Bär í Sviss, sem tilheyrði vörslusjóðnum Silwood Foundation en rétthafar vörslusjóðsins voru Júlíus Vífill sjálfur, eiginkona hans og börn. Ólögmætur ávinningur Júlíusar Vífils, skattar sem hann kom sér undan að greiða og þar með það fé sem hann þvætti, var á bilinu 49-57 milljónir króna. Héraðssaksóknari krafðist ekki upptöku hins ólögmæta fjárvinnings í málinu eins og heimild er til í lögum um meðferð sakamála. Ástæðan er sú að ekki var krafist kyrrsetningar á þessu fé þegar málið var rannsóknarstigi. Þegar dómar vegna peningaþvættis samkvæmt 264. gr. almennra hegningarlaga eru skoðaðir kemur í ljós að ákæruvaldið krefst yfirleitt upptöku fjár í slíkum málum. Inni á vef héraðdómstólanna, domstolar.is, eru aðgengilegir tíu dómar þar sem ákært var fyrir peningaþvætti auk dóms í máli Júlíusar Vífils. Í sjö þessara tíu mála krafðist ákæruvaldið upptöku á fjármunum vegna peningaþvættis. Í einu máli var krafist upptöku á miklu magni lausafjár eins og myndavéla, minniskubba, leikjatölva og fleira sem talið var sannað að hafði verið keypt fyrir ólögmætan fjárvinning. Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp átta dóma vegna peningaþvættis frá aldamótum. Í fjórum þessara mála krafðist ákæruvaldið upptöku fjármuna. Ákæruvaldið virðist því oftar krefjast upptöku fjár en að láta það ógert en erfitt er að glöggva sig á hvort saksóknarar fylgi einhverjum viðmiðum í þeim efnum. Þá er spurningin, hvers vegna var ekki krafist kyrrsetningar og upptöku fjár í máli Júlíusar Vífils? Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Anton Brink Mál Júlíusar Vífils „gríðarlega mikilvægt fordæmi“ að mati saksóknara „Mál Júlíusar Vífils um margt sérstakt og afar ólíkt öðrum peningaþvættismálum sem ákært hefur verið í undanfarið. Fyrir lá að skattalagabrotið, frumbrotið, var fyrnt þegar rannsókn hófst og að Júlíusi yrði því ekki gerð refsing vegna þess eða upptaka eigna byggð á því. Hins vegar virtist ljóst að ekki hefðu verið greiddir skattar af umræddu fé þegar þess var aflað, sem var að líkindum á níunda og eða á tíunda áratug síðustu aldar. Var því gengið út frá því við rannsókn málsins að hluti af þessu fé væri ávinningur refsiverðs brots, þ.e. skattalagabrots,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofunnar. Meðhöndlun á ávinningi á eigin afbroti var ekki refsiverð á þeim tíma sem talið er að Júlíus Vífill hafi aflað fjárins og varð það ekki refsivert fyrr en í lok árs 2009. Þá varð svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Frá þeim tíma varð því refsivert að meðal annars geyma eða flytja ávinning af eigin afbrotum. Björn Þorvaldsson segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt. „Ákveðið var að láta reyna á umrætt ákvæði í þessu máli þrátt fyrir að frumbrotið væri löngu fyrnt og hefði verið fyrnt þegar sjálfþvætti varð refsivert. Það hefur ekki verið gert fyrr hér á landi og því um að ræða prófmál hvað þetta varðar. Vegna þessa þótti ekki rétt að grípa til frekari aðgerða við rannsóknina, svo sem haldlagningar eða kyrrsetningar eigna. Var með því ákveðins meðalhófs gætt við meðferð þessa máls sem, eins og áður sagði, átti sér engin fordæmi. Dómurinn í málinu er gríðarlega mikilvægt fordæmi sem mun verða litið til við meðferð mála af þessu tagi í framtíðinni. Peningaþvættismál eru í örri þróun og afar líklegt að ákærumálum af þessu tagi muni fjölga mikið á næstunni,“ segir Björn. Hörður Felix Harðarson, verjandi Júlíusar Vífils, sagði í gær að þegar hefði verið tekin ákvörðun um um áfrýjun dómsins til Landsréttar.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Dómsmál Tengdar fréttir Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42 Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
Júlíus Vífill í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti. 18. desember 2018 11:42
Júlíus Vífill áfrýjar til Landsréttar Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem í morgun var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar. 18. desember 2018 14:30