„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 17:30 Mótmæli voru haldin um helgina vegna málsins. Vísir/VIlhelm „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér. Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér.
Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna