Halldór Helgason tilnefndur sem snjóbrettamaður ársins Tinni Sveinsson skrifar 4. desember 2018 15:30 Halldór tryggir stað sinn sem einn virtasti og vinsælasti snjóbrettamaður í heiminum. The Future of Yesterday Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Fleiri fréttir „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
Akureyrski snjóbrettamaðurinn Halldór Helgason átti enn og aftur frábært ár í snjóbrettaíþróttinni og heldur sér í fámennum hópi bestu brettamanna heims. Í gær var það tilkynnt að hann er tilnefndur af vinsælasta og virtasta tímariti snjóbrettabransans, Transworld Snowboarding, bæði sem snjóbrettamaður ársins og fyrir besta atriði ársins í snjóbrettamynd. Verðlaunin eru valin af 100 fremstu snjóbrettamönnum heims en Halldór er einnig tilnefndur sem uppáhalds brettamaður lesenda Transworld. Atriðið sem hann er tilnefndur fyrir í ár er í myndinni The Future of Yesterday, sem kom út fyrr í haust. Þar má sjá Halldór framkvæma hreint ótrúleg stökk, meðal annars fram af himinháum klettum undir lok myndar. The Future of Yesterday er einnig tilnefnd sem snjóbrettamynd ársins, enda er hún ein sú metnaðarfyllsta á árinu, en bróðir Halldórs, Eiki Helgason, á einnig atriði í henni.Þetta er annað árið í röð sem Halldór er áberandi á tilnefningalista Transworld sem er eftirsóttur í snjóbrettabransanum, en í fyrra vann hann bæði verðlaun fyrir atriði ársins og sem uppáhalds snjóbrettamaður lesenda. Halldór var einnig valinn uppáhalds snjóbrettamaður ársins af lesendum Transworld árið 2015 og árið 2011 var hann valinn nýliði ársins. Þá var hann einnig valinn besti evrópski snjóbrettamaðurinn af tímaritinu Onboard í fyrra. Þeir sem keppa við Halldór um titilinn brettamaður ársins eru Norðmaðurinn Torstein Horgmo, Japaninn Kazu Kokubo og Bandaríkjamennirnir Eric Jackson og Austin Sweetin. Á vef Transworld Snowboarding er hægt að horfa á fleiri atriði sem sköruðu fram úr á árinu og kynna sér tilnefningar í öllum flokkum.Halldór lætur sig flakka í heljarstökk niður himinháa kletta undir lok myndarinnar.The Future of Yesterday
Fréttir ársins 2018 Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30 Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Fleiri fréttir „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
Staðfestir þriðju seríuna af Atvinnumönnunum okkar og þetta eru fyrstu gestir Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal staðfesti á Twitter að þriðja þáttaröðin af Atvinnumönnunum okkar fer von bráðar í framleiðslu. 12. nóvember 2018 12:30
Halldór og Eiríkur Helgasynir í spor Freddie Mercury í nýjustu myndinni Nýjasta snjóbrettamynd Transworld Snowboarding kom út á dögunum en þar fara Akureyringarnir Halldór og Eiríkur Helgason með aðalhlutverk. 16. október 2018 14:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn