Eltu uppi innbrotsþjóf með merki frá spjaldtölvu að vopni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 18:35 Hægt er að kveikja á staðsetningarforriti sem finnur staðsetningu spjaldtölva á borð við iPad. Apple Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölmörg innbrot og aðra glæpi. Maðurinn er grunaður um nánast samfellda brotastarfsemi frá því í febrúar á þessu ári frá því að hann var handtekinn þann 21. nóvember síðastliðinn. Svo virðist sem hann hafi ekki gætt að því að hægt er að virkja forrit til þess að staðsetja síma og spjaldtölvur sem glatast hafa. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í síðasta mánuði vegna gruns um að hann hafi stolið yfirhöfnum, veski með kortum og peningum ásamt lyklum að tveimur bílum. Íbúi í íbúðinni sem brotist var inn í virkjaði staðsetningarforrit í síma sem stolið var. Var síminn staðsettur í íbúð þar sem fannst „gríðarlega mikið magn af munum“, ætlað þýfi sem haldlagt var af lögreglu.Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem maðurinn fannst með þýfi eftir að staðsetningarforrit á tæki sem stolið hafi verið var virkjað. Þann 14. mars síðastliðinn var maðurinn handtekinn eftir að lögregla ók hann uppi. Sama kvöld hafði verið brotist inn í íbúð og þaðan stolið iPad-spjaldtölvu, Playstastion 4 leikjatölvu, rafmagnsgítar og fjölda persónulega muna. Sá sem tilkynnti innbrotið virkjaði staðsetningarforrit í spjaldtölvunni og sást þá á spjaldtölvan var á ferðinni í austurátt í átt að ótilgreindum stað. Ók lögregla af stað og elti uppi spjaldtölvuna samkvæmt merkinu sem staðsetningarforritið gaf upp. Þegar lögregla nálgaðist merkið frá tölvunni nálgaðist hún einnig hvítan sendiferðabíl. Sá bíll reyndist vera á stolnum númerum sem tilheyrði tjaldvagni. Bíllinn var í kjölfarið stöðvaður og við leit í bílnum fundust þeir munir sem saknað hafði verið eftir innbrotið fyrr um kvöldið. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn innbrotið.Í mikilli neyslu Sem fyrr segir er maðurinn grunaður um töluverðan fjölda afbrota en alls eru 23 mál nefnd í gæsluvarðhaldsúrskurðinum. Í rökstuðningi fyrir fyrir gæsluvarðhaldskröfunni segir að það sé mat lögreglu að um sé að ræða „afbrotahrinu sem nauðsynlegt sé fyrir lögreglu að stöðva.“ Þá segir einnig að þar sem maðurinn sé í mikilli neyslu vímuefna sé líklegt að brotaferillinn haldi áfram verði hann ekki hnepptur í gæsluvarðhald. Undir þetta tók Landsréttur sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og þarf maðurinn því að sæta gæsluvarðhaldi til 20. desember næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira