Krónsprins Sáda "kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 19:30 Lindsay Graham er repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45