Elsta afbrigði plágunnar fannst í fimm þúsund ára gamalli gröf í Svíþjóð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Beinahrúgan ævaforna sem hafði að geyma afbrigðið. Fréttablaðið/Cell Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“ Fornminjar Zíka Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Elsta afbrigði bakteríunnar Yersina pestis sem fundist hefur fannst á dögunum í fimm þúsund ára gamalli gröf í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð. Gerillinn olli farsótt sem dró vel yfir 50 milljónir manna til dauða um miðja 14. öld og kennd er við svartadauða. Vísindamennirnir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu Cell í gær en í niðurstöðum þeirra kemur fram að með uppgötvun afbrigðisins hafi vísindamenn aldrei komist jafn nálægt því að uppgötva erfðafræðilegan uppruna plágunnar. „Með þessari rannsókn hefur okkur tekist að ferðast aftur í tímann og rýna í það hvernig þessi sýkill, sem haft hefur svo djúpstæð áhrif á samfélag okkar, hefur þróast í aldanna rás,“ segir aðalhöfundur rannsóknarinnar, víðerfðamengjafræðingurinn Simon Rasmussen. Vísindamennirnir fundu afbrigði bakteríunnar í erfðaefni sem þeir tóku úr líkamsleifum 20 ára gamallar konu sem lést fyrir um fimm þúsund árum. Afbrigðið hefur að geyma sömu eiginleika og farsóttin banvæna býr yfir í dag. Rasmussen og meðhöfundar hans benda á að þetta ævaforna afbrigði renni stoðum undir þá kenningu að plágan hafi dreifst auðveldlega milli manna á nýsteinöld með tilkomu stærri byggða, viðskiptaleiða og tækniframfara. „Plágan þróaðist úr tiltölulega meinlausri örveru. Við höfum séð sambærilega hluti gerast undanfarin ár og áratugi í tilfelli bólusóttar, malaríu, ebólu og Zika. Þetta þróunarferli er afar virkt,“ segir Rasmussen. „Það er verðugt verkefni að reyna að skilja hvernig meinlaust fyrirbæri þróast yfir í eitthvað sem er svo bráðsmitandi.“
Fornminjar Zíka Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira