Staða barna í íslensku samfélagi Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Í dag er alþjóðadagur barna en þennan dag árið 1989 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samning um réttindi barnsins eða Barnasáttmálann. Eitt af markmiðum frumvarps til breytinga á lögum um umboðsmann barna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að skerpa á hlutverki umboðsmanns í innleiðingu Barnasáttmálans sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Lagt er til að embættinu verði falið að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Eiga þau gögn að liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna. Sambærilegt markmið var sett í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var fyrr á þessu ári þar sem jafnframt er kveðið á um að embættið setji á fót sérfræðihópa barna þar sem leitað verður sjónarmiða þeirra um þá þjónustu sem þeim stendur til boða og tillögum þeirra að úrbótum. Vönduð tölfræðileg gögn eru mikilvægur grunnur góðrar stefnumótunar og því hefur embættið hafið samstarf við Hagstofuna um að greina sérstaklega gögn sem snúa að börnum. Hagstofan birti í vor á vef sínum margvíslegar upplýsingar úr sínum gögnum um stöðu barna í íslensku samfélagi. Töluverða athygli vakti mikil þátttaka barna á íslenskum vinnumarkaði og hélt umboðsmaður barna ásamt Vinnueftirlitinu fund fyrir um tveimur vikum þar sem gerð var frekari grein fyrir stöðu barna á íslenskum vinnumarkaði, slysaskráningu, upplýsingum sem embættið hefur safnað um vinnuskóla sveitarfélaganna og frekari upplýsingum um atvinnuþátttöku barna frá Hagstofunni. Á fundinum voru einnig fulltrúar stofnana. sveitarfélaga, atvinnulífsins, stéttarfélaga og börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna til að ræða um reynslu barna og nauðsynlegan undirbúning fyrir þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Þessi fundur er dæmi um þá samræðu sem umboðsmaður barna hyggst standa fyrir í íslensku samfélagi um stöðu barna, þar sem vandaðar greiningar liggja til grundvallar, en ekki síst raddir barnanna sjálfra og áherslur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Salvör Nordal Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur barna en þennan dag árið 1989 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samning um réttindi barnsins eða Barnasáttmálann. Eitt af markmiðum frumvarps til breytinga á lögum um umboðsmann barna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að skerpa á hlutverki umboðsmanns í innleiðingu Barnasáttmálans sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Lagt er til að embættinu verði falið að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Eiga þau gögn að liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna. Sambærilegt markmið var sett í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var fyrr á þessu ári þar sem jafnframt er kveðið á um að embættið setji á fót sérfræðihópa barna þar sem leitað verður sjónarmiða þeirra um þá þjónustu sem þeim stendur til boða og tillögum þeirra að úrbótum. Vönduð tölfræðileg gögn eru mikilvægur grunnur góðrar stefnumótunar og því hefur embættið hafið samstarf við Hagstofuna um að greina sérstaklega gögn sem snúa að börnum. Hagstofan birti í vor á vef sínum margvíslegar upplýsingar úr sínum gögnum um stöðu barna í íslensku samfélagi. Töluverða athygli vakti mikil þátttaka barna á íslenskum vinnumarkaði og hélt umboðsmaður barna ásamt Vinnueftirlitinu fund fyrir um tveimur vikum þar sem gerð var frekari grein fyrir stöðu barna á íslenskum vinnumarkaði, slysaskráningu, upplýsingum sem embættið hefur safnað um vinnuskóla sveitarfélaganna og frekari upplýsingum um atvinnuþátttöku barna frá Hagstofunni. Á fundinum voru einnig fulltrúar stofnana. sveitarfélaga, atvinnulífsins, stéttarfélaga og börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna til að ræða um reynslu barna og nauðsynlegan undirbúning fyrir þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Þessi fundur er dæmi um þá samræðu sem umboðsmaður barna hyggst standa fyrir í íslensku samfélagi um stöðu barna, þar sem vandaðar greiningar liggja til grundvallar, en ekki síst raddir barnanna sjálfra og áherslur þeirra.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun