Tvö og hálft ár fyrir innbrotið í Gullsmiðju Óla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 13:15 Svona var aðkoman í verslunni eftir innbrotið Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna. Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05