Fimm og hálfs árs dómur fyrir tilraun til manndráps staðfestur Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 15:18 Anton Örn Guðmundsson sagði um handrukkun að ræða sem fór úr böndunum. Anton huldi andlit sitt þegar hann mætti í dómsal í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm og hálfs árs dóm yfir Anton Erni Guðnasyni fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október árið 2017. Var Anton fundinn sekur af því að hafa stungið mann í kviðinn og taldi dómurinn að hending hafi ráðið því að ekki fór verr. Alls voru fjórir ákærðir í málinu en auk Antons hlaut Samúel Jói Björgvinsson 22 mánaða fangelsisdóm fyrir að slá manninn sem varð fyrir hnífsstungunni með kassagítar. Sá þriðji er pilturinn sem fæddur er árið 2000 en hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás gegn manninum. Dómurinn var skilorðsbundinn með hliðsjón af sakaferli piltsins og ungum aldri. Fjórði maðurinn sem var ákærður var sýknaður í málinu. Anton lýsti því í héraðsdómi að um handrukkun hefð verið að ræða þar sem maðurinn sem hann stakk hefði stolið af sér amfetamíni og skuldaði honum því tvær milljónir króna. Fyrir dómi sagði Anton að hann hefði farið í íbúðina þar sem maðurinn dvaldi og þar áttu sér stað rifrildi þeirra á milli sem fóru úr böndunum. Anton sagðist hafa gripið hníf sem hann hafði tekið með sér og stungið manninn. Sagði Anton að það hefði ekki verið ætlun sín þegar hann lagði af stað og hvatvísi hefði ráðið för. Hann fullyrti að það hefði ekki verið ætlun sín að drepa manninn og taldi ekki líklegt að maðurinn myndi deyja af völdum stungunnar. Um var að ræða vasahníf með níu til tíu sentímetra löngu blaði. Tengdar fréttir Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. 26. janúar 2018 18:14 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fimm og hálfs árs dóm yfir Anton Erni Guðnasyni fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október árið 2017. Var Anton fundinn sekur af því að hafa stungið mann í kviðinn og taldi dómurinn að hending hafi ráðið því að ekki fór verr. Alls voru fjórir ákærðir í málinu en auk Antons hlaut Samúel Jói Björgvinsson 22 mánaða fangelsisdóm fyrir að slá manninn sem varð fyrir hnífsstungunni með kassagítar. Sá þriðji er pilturinn sem fæddur er árið 2000 en hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás gegn manninum. Dómurinn var skilorðsbundinn með hliðsjón af sakaferli piltsins og ungum aldri. Fjórði maðurinn sem var ákærður var sýknaður í málinu. Anton lýsti því í héraðsdómi að um handrukkun hefð verið að ræða þar sem maðurinn sem hann stakk hefði stolið af sér amfetamíni og skuldaði honum því tvær milljónir króna. Fyrir dómi sagði Anton að hann hefði farið í íbúðina þar sem maðurinn dvaldi og þar áttu sér stað rifrildi þeirra á milli sem fóru úr böndunum. Anton sagðist hafa gripið hníf sem hann hafði tekið með sér og stungið manninn. Sagði Anton að það hefði ekki verið ætlun sín þegar hann lagði af stað og hvatvísi hefði ráðið för. Hann fullyrti að það hefði ekki verið ætlun sín að drepa manninn og taldi ekki líklegt að maðurinn myndi deyja af völdum stungunnar. Um var að ræða vasahníf með níu til tíu sentímetra löngu blaði.
Tengdar fréttir Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. 26. janúar 2018 18:14 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Anton Örn Guðnason í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í október í fyrra er hann stakk mann í kviðinn með hnífi. 26. janúar 2018 18:14