Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Oddur Ævar Gunnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 24. nóvember 2025 23:46 Esther Ýr Þorvaldsdóttir er ein þeirra íbúa í Gufunesi sem orðnir eru langþreyttir á lélegum samgöngum. Vísir/Bjarni Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Það voru íbúar í hverfinu sem vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að eigendur ólöglegra lagða bíla fengu stöðumælasekt. Esther Ýr Þorvaldsdóttir og Símon Þorkell Símonarson Olsen, íbúar í tveimur húsum segja bílastæðavandann og skort á samgöngum hafa óheyrileg áhrif á lífsgæði íbúa, sem lofað hafi verið hverfi með góðum almenningssamgöngum gegn færri stæðum. Hvorugt átti bíl þar til þau fluttu í Gufunesið. Engin bílastæði eftir klukkan átta „Eftir klukkan átta á kvöldin er hreinlega ekki hægt að finna bílastæði hérna á götunum svo fólk hefur lagt á það ráð að leggja ólöglega, leggja á öllum gangstéttum og allsstaðar,“ segir Esther. Þá er einungis einn göngustígur í boði út úr hverfinu, sem að þeirra sögn er ekki þjónustaður vel á veturna og enginn strætó gangi í hverfið. Fólk veigri sér þannig við því að fara út á kvöldin. Erfitt að ganga í hverfið „Eins og á kvöldin þegar þú ert að labba hérna, þú getur ekki notað gangstéttina, þarft að fara út á götu til þess að komast ferðar þinnar,“ segir Símon. Þá óttast þau að vandinn aukist ennfrekar með tilkomu nýrra fjölbýlishúsa við götuna sem nú eru í byggingu. Enn sé verið að selja íbúðir undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. „Það er rosalega mikið af fólki sem flytur hingað af því það er svo friðsælt, það er svo rólegt og það er svo yndislegt að vera hérna, þess vegna er svo erfið þegar öll þessi loforð eru brostin, við komumst ekki héðan, við getum hvorki verið hér á bíl né tekið strætó, svo við þurfum lausnir.“ Segir að strætisvagnar séu til staðar fyrir skipulagða Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði fyrir áhyggjur íbúanna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Hún var stödd í Grafarvogi í gær í tilefni af Hverfadögum. „Hér voru auðvitað fyrstu húsin sem voru byggð í Reykjavík fyrir fyrstu kaupendur, þetta hagkvæma húsnæði. Þetta voru íbúðir sem voru tuttugu, þrjátíu milljónir og slegist um þær en það fylgdi ekki bílastæði. Þá hefðu þær auðvitað verið dýrari,“ segir Heiða Björg. Hún segir að strætisvagnar gangi nú þegar í hverfinu á morgnana og seinni partinn. Utan þess tíma sé hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara, ef íbúarnir hafa tök á að skipuleggja sig. „Ef maður þarf að fara í skyndi er það kannski erfiðara, ég skil það vel. En þannig er það líka með strætó hjá okkur sem búum í öðrum hverfum að hann gengur ekki alltaf. Við verðum að venja okkur vði það, en auðvitað væri ákjósanlegt að hér gengi strætó,“ segir Heiða Björg. Það hafi ekki verið grundvöllur fyrir reglulegum strætóferðum þar sem það þótti ekki nægilega mikil notkun á strætó að sögn Heiðu. Það gæti breyst með meiri uppbyggingu í hverfinu, sem sé í Grafarvogi þar sem mikil uppbygging sé að eiga sér stað. „Þetta kannski reynir á og ég get skilið það. Þessar íbúðir voru seldar svona og ég vona að öllum líði vel hér.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Húsnæðismál Bílastæði Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Það voru íbúar í hverfinu sem vöktu athygli á málinu á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að eigendur ólöglegra lagða bíla fengu stöðumælasekt. Esther Ýr Þorvaldsdóttir og Símon Þorkell Símonarson Olsen, íbúar í tveimur húsum segja bílastæðavandann og skort á samgöngum hafa óheyrileg áhrif á lífsgæði íbúa, sem lofað hafi verið hverfi með góðum almenningssamgöngum gegn færri stæðum. Hvorugt átti bíl þar til þau fluttu í Gufunesið. Engin bílastæði eftir klukkan átta „Eftir klukkan átta á kvöldin er hreinlega ekki hægt að finna bílastæði hérna á götunum svo fólk hefur lagt á það ráð að leggja ólöglega, leggja á öllum gangstéttum og allsstaðar,“ segir Esther. Þá er einungis einn göngustígur í boði út úr hverfinu, sem að þeirra sögn er ekki þjónustaður vel á veturna og enginn strætó gangi í hverfið. Fólk veigri sér þannig við því að fara út á kvöldin. Erfitt að ganga í hverfið „Eins og á kvöldin þegar þú ert að labba hérna, þú getur ekki notað gangstéttina, þarft að fara út á götu til þess að komast ferðar þinnar,“ segir Símon. Þá óttast þau að vandinn aukist ennfrekar með tilkomu nýrra fjölbýlishúsa við götuna sem nú eru í byggingu. Enn sé verið að selja íbúðir undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. „Það er rosalega mikið af fólki sem flytur hingað af því það er svo friðsælt, það er svo rólegt og það er svo yndislegt að vera hérna, þess vegna er svo erfið þegar öll þessi loforð eru brostin, við komumst ekki héðan, við getum hvorki verið hér á bíl né tekið strætó, svo við þurfum lausnir.“ Segir að strætisvagnar séu til staðar fyrir skipulagða Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði fyrir áhyggjur íbúanna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Hún var stödd í Grafarvogi í gær í tilefni af Hverfadögum. „Hér voru auðvitað fyrstu húsin sem voru byggð í Reykjavík fyrir fyrstu kaupendur, þetta hagkvæma húsnæði. Þetta voru íbúðir sem voru tuttugu, þrjátíu milljónir og slegist um þær en það fylgdi ekki bílastæði. Þá hefðu þær auðvitað verið dýrari,“ segir Heiða Björg. Hún segir að strætisvagnar gangi nú þegar í hverfinu á morgnana og seinni partinn. Utan þess tíma sé hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara, ef íbúarnir hafa tök á að skipuleggja sig. „Ef maður þarf að fara í skyndi er það kannski erfiðara, ég skil það vel. En þannig er það líka með strætó hjá okkur sem búum í öðrum hverfum að hann gengur ekki alltaf. Við verðum að venja okkur vði það, en auðvitað væri ákjósanlegt að hér gengi strætó,“ segir Heiða Björg. Það hafi ekki verið grundvöllur fyrir reglulegum strætóferðum þar sem það þótti ekki nægilega mikil notkun á strætó að sögn Heiðu. Það gæti breyst með meiri uppbyggingu í hverfinu, sem sé í Grafarvogi þar sem mikil uppbygging sé að eiga sér stað. „Þetta kannski reynir á og ég get skilið það. Þessar íbúðir voru seldar svona og ég vona að öllum líði vel hér.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Húsnæðismál Bílastæði Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira